Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 55
Talað á milli hjóna.
391
inni á Ólaf, þegar svona kemur fyrir, en það er bezt að
tala sem minst um það hér, og konunni minni og mér
þætti vænst um að fá prestinn til að skreppa heim til
■okkar og koma vitinu fyrir þau í tíma. Mér þætti betur,
ef þau gætu lafað í sama rúminu þangað til á krossmessu,
þó ekki væri lengur, en ekki fala eg þau fyrir vinnuhjú
næsta ár, það veit sá, sem alt veit«.
Síra Jósef varð þungur á svip og þagði drykklanga
stund; svo sagði hann hálfvandræðalega:
»Það er sjálfsagt að eg geri mína skyldu og fari með
yður, hvað sem eg get ráðið við þetta«.
»Þér segið vel um það, sira Jósef«.
Það var fyrsta prestskaparár síra Jósefs; hann hafði
farið beina leið frá græna prófborðinu og til kallsins.
Gamli presturinn, gráhærður, barnlaus ekkjumaður, var
orðinn heilsulítill og hafði fengið leyfl til að fara til Dan-
merkur til að leita sér þar heilsubótar og hvíldar í heilt
ár. Síra Jósef ætlaði sér að reyna að ná kosningu safn-
aðarins, þegar gamli maðurinn félli frá; hann hafði kom-
ist á bezta heimili og prestsskapurinn hafði gengið eins
og í sögu alt fram að þessu; hóglíflð fanst honum þægi-
legt og gott eftir alt amstur og leiðindi skólaáranna.
Fyrsta prestsverkið hans hafði verið það að pússa saman
í hjónaband þessi hjú, sem Einar i Seli var orðinn í vand-
ræðuin með.
Síra Jósef var athöfnin minnisstæð, af því að hún
var fyrsta embættisverkið hans. Þau Ólafur og Helga
höfðu komið heim til hans með strákinn og leyfisbréfið og
beðið hann að pússa sig saman þegar í stað, — Ólafur,
tæpur meðalmaður á hæð með hálfflóttaleg augu og þur-
legur á svip, í grárri vaðmálstreyju og röndóttum buxum,
með svarta brjósthlíf og derhúfu, — Helga, einfeldnisleg
-og feimin, í peysufötum, með stykkjótta dúksvuntu og
rauðköflótt slifsi, hann 37, hún 38 ára.
Síra Jósef var að rifja þetta upp í huga sér, á meðan
Jiann var að hneppa að sér reiðbuxunum og spenna á sig