Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 22
Nýtt landnám.
Eftir Jón Duason.
Við höfum sigrað og bygt heiminn ósjálfrátt, segja
Englendingar. I þessu er mikið satt. Hvorki Rússum,
sem dreifst höfðu út um Norður-Asíu, né Englendingum,
sem tekið höfðu lönd í Norður-Ameríku, Astraliu og Suður-
Afríku, var nándar nærri ljóst, hvað hér var að gerast.
Það var fjarri því, að menn sæju að verið væri að leggja
bönd á ógna-auðsuppsprettur handa afkomendum þeirra,
er þá lifðu, að verið væri að leggja grundvöll undir nýja
gullöld þjóðarinnar og að þetta voru landvinningar stór-
kostlegri og æðra eðlis en menn hafði dreymt um áður,
eða neitt í þessa átt. Menn litu útflutninginn illu auga.
Þegar þjóðræknir menn sáu ungt og efnilegt fólk flytja
úr landi í þúsunda tali, fanst þeim þetta vera óbætanlegt
andlegt og efnalegt tjón, sem þyrfti að gera enda á
sem fyrst.
A þessa sveif munu flestir hallast, þegar fólkið flytur
í land þar sem það fær ekki haldið þjóðerni sínu nema
um stundar sakir, og loku er skotið fyrir það, að sam-
hygð og samvinna geti haldist við milli þjóðarbrotanna.
Skorti heimalandið þar á ofan fólk, er slíkur útflutningur
niðurdrep fyrir þjóðina, t. d. útflutningur íslendinga til
Kanada.
Fytji fólkið þar á móti í óbygt land eða strjálbygt,
þar sem hægt er að flæma fæðingjana burtu, og þar sem
nýlendumenn geta haldið þjóðerni sínu og halda þannig
áfram að vera i sömu þjóðarheild og þjóðfélagsheild og