Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 39
Nýtt landnám.
375
'norrænu menningar. Þessi alnorræna stefna ríður ekki í
bága við sjálfstæðisbaráttu okkar, ef sjálfstæðishugsjónin
-skyggir ekki á þá hagsmuni, sem bandalag við frænd-
þjóðirnar getur boðið. Það er Fjallkonunni ekki samboð-
ið að sitja eins og niðurseta úti í horni og munnhöggvast
við Dani. Kraftur og vald þarf að standa að baki öllum
okkar orðum eins og var fyr á dögum. Fjallkonunni
sæmdi best að vera í fararbroddi. — Kæmist samvinna á
milli allra norrænu þjóðanna gæti hraustasta þjóðkvíslin
í Norðurálfu horft vonglöð og örugg fram á tímann sem
ikemur.
Sjálfsagt er að öll okkar stjórnmál verða að miða að
því að styrkja og efia okkar litlu þjóð og tryggja tilveru
hennar á ókomnum öldum. Þetta gerum við með því að
leggja ný lönd og auðsuppsprettur náttúrunnar inn undir
ráðrúm og starfssvið þjóðarinnar. Enginn neitar því, að
landið okkar sé gott, en það er öllum kunnugt, þótt fátt
sé um það talað, að í svo norðlægu landi þarf ógna auð-
magn til þess að hrifa gæðin úr skauti náttúrunnar. Við
höfum nokkra togara handa tæpum helmingi landsmanna,
sem lifir á sjávarútvegi og varla nein sæmileg reksturs-
tæki handa þeim sem lifa á landbúnaði, ekki einu sinni
vatnsveitur. Við stöndum með tvær héndur tómar og
lifum eins og gaddhestar á því, sem forsjónin lætur standa
•upp úr fönninni. Þegar nú þjóðin eyðir 3—4 milj. að
að minsta kosti fyrir skaðlega munaðarvöru, þar af sjer-
.lega vænum skerf fyrir tóbak, er þetta ægilegt þjóðar-
mein. Þegar það nú þar á ofan er alþýða, fátæklingar, sem
greiða þetta fé af fátækt sinni, er full ástæða til að ákalla
.alt, sem heilbrigt er í þjóðinni, til að berjast móti þessu
vanviti. Við þurfum að spara of fjár til að leggja í ger-
breyting á atvinnuvegunum heima, og nemum við lönd,
þurfum við einnig að hagnýta okkur auðsuppsprettur
þeirra á fullkomnasta hátt.
Ef ræða er um efling þjóðarinnar, er ekki nóg að
uema lönd og safna auði. Skilyrðin fyrir því að hægt
«é að gera þetta liggja í þjóðinni sjálfri. Hvað hún vill,