Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 67
Hægri og vinstri.
Allir sem kunna handa sinna skil vita það, að fæstir eru
jafntamir á báðar hendur, enda heitir á voru máli sú hönd-
in sem flestum er tamari »hægri« hönd, þ. e. sú höndin
sem hægra er að beita. Hún vinnur öll erfiðustu og virðu-
legustu verkin. Hún stýrir áhöldunum, sverðinu, hnífn-
um, skeiðinni, nálinni, skærunum, penslinum, pennanum.
Hún heilsar, hún blessar, hún sver, hún bendir, hún klapp-
ar. Heiðurssætið er til hægri, svo á jörðu sem á himni,
sauðirnir til hægri, hafrarnir til vinstri. Og svo sem hægri
höndin er mest virð á borði, svo er hún það í orði. Þó
svo sé ekki á íslenzku, eru á fjölmörgum tungum orð sem
tákna lægni og leikni dregin af nafni hægri handar, en
ólægni og klaufaskapur kend til vinstri handar. Hún heit-
ir á ýmsum málum: »rasshöndin«, »ranga höndin«, »ófull-
komna höndin«, »óflma höndin«, »þreytta höndin«, »hönd-
in sem grípur illa«, »höndin sem ekkert kann«. Með sum-
um villiþjóðum heitir hún »óhreina höndin«, enda höfð
til skarnverka og ekki matast með henni.
Að hægri hönd hefir líka á umliðnum öldum alment verið
mönnum tamari má og sjá af því, að þess er oft sérstak-
lega getið, ef menn voru örvendir. I Dómarabókinni 3, 15
er getið um Ehúð Benjamíníta, »en hann var maður ör-
vendur«, og í sömu bók 20, 15—16 segir: »En Benja-
míns synir, þeir er úr borgunum komu, voru á þeim degi
26000 vopnaðra manna að tölu, auk Gibeu-búa, en þeir
voru 700 að tölu, einvala lið. Af öllu þessu liði voru 700
úrvalsmenn örvendir; hæfðu þeir allir hárrétt með slöngu-
steini og mistu ekki«.
26*