Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1915, Síða 67

Skírnir - 01.12.1915, Síða 67
Hægri og vinstri. Allir sem kunna handa sinna skil vita það, að fæstir eru jafntamir á báðar hendur, enda heitir á voru máli sú hönd- in sem flestum er tamari »hægri« hönd, þ. e. sú höndin sem hægra er að beita. Hún vinnur öll erfiðustu og virðu- legustu verkin. Hún stýrir áhöldunum, sverðinu, hnífn- um, skeiðinni, nálinni, skærunum, penslinum, pennanum. Hún heilsar, hún blessar, hún sver, hún bendir, hún klapp- ar. Heiðurssætið er til hægri, svo á jörðu sem á himni, sauðirnir til hægri, hafrarnir til vinstri. Og svo sem hægri höndin er mest virð á borði, svo er hún það í orði. Þó svo sé ekki á íslenzku, eru á fjölmörgum tungum orð sem tákna lægni og leikni dregin af nafni hægri handar, en ólægni og klaufaskapur kend til vinstri handar. Hún heit- ir á ýmsum málum: »rasshöndin«, »ranga höndin«, »ófull- komna höndin«, »óflma höndin«, »þreytta höndin«, »hönd- in sem grípur illa«, »höndin sem ekkert kann«. Með sum- um villiþjóðum heitir hún »óhreina höndin«, enda höfð til skarnverka og ekki matast með henni. Að hægri hönd hefir líka á umliðnum öldum alment verið mönnum tamari má og sjá af því, að þess er oft sérstak- lega getið, ef menn voru örvendir. I Dómarabókinni 3, 15 er getið um Ehúð Benjamíníta, »en hann var maður ör- vendur«, og í sömu bók 20, 15—16 segir: »En Benja- míns synir, þeir er úr borgunum komu, voru á þeim degi 26000 vopnaðra manna að tölu, auk Gibeu-búa, en þeir voru 700 að tölu, einvala lið. Af öllu þessu liði voru 700 úrvalsmenn örvendir; hæfðu þeir allir hárrétt með slöngu- steini og mistu ekki«. 26*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.