Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 32
368
Nýtt landnám.
ar yesturstrandarinnar og parts af austurströndinni sunn-
an til, samtals 14,000 □ mílur. Aðrir hlutar landsins eru
ekki viðurkendir neins eign. Það er okkur mikið lán, að
Grænland er í höndum Dana, norrænnar þjóðar, en ekki
í höndum annarlegra ofbeldisseggja. Danir stjórna land-
inu ekki sem viturlegast, og Skrælingjar, sem drápu
frændur vora vopnlausa, eru öllu eyðandi villilýður. Dan-
ir reka á Gxænlandi kryolit- og koparnámur og er hvort-
tveggja gróðafyrirtæki. A einokunarverzluninni hafa þeir
aftur á móti tapað, þrátt fyrir það, að útflutningurinn er
alt að því helmingi meiri en innflutningurinn til Græn-
lands 1912, innflutningur til námufélaganna og útflutningur
frá þeim ekki talinn með. Samt er tekjuafgangur, af því
námufélögin greiða mikið fé fyrir að fá að reka námurn-
ar. Gott sýnishorn af ráðslaginu er það, að æðarfuglinn
fær ekki að lifa og út eru flutt ein 160 kg. af dún 1912,
álíka og frá einu eða tveimur varpheimilum á Islandi.
Dönum heíir þannig ekki orðið mikið úr Grænlandi.
Því verður þó ekki núið þeim um nasir að þeir séu ódug-
legir. Væri það því drengilegt af okkur að hlaupa undir
bagga og hjálpa til að rétta hag Grænlands við. Að Dön-
um hefir ekki orðið meira úr Grænlandi gæti helzt stafað
af því, að löndin eru svo ólík og atvinnuvegir Dana eru
lagaðir eftir alt öðrum staðháttum en þeim, sem eru á
Grænlandi. Þar á móti mundu atvinnuvegir okkar eiga
þar vel við, þótt þeim sé í ýmsu ábótavant. Til fiski-
veiða kunnum við vel og betur mörgum öðrum þjóðum.
Æðarvörpunum og fuglatekjunni ættum við að geta kom-
ið í gott lag. Inni í dölunum ætti að geta risið upp blóm-
leg norræn bygð, og islenzkt búfé mundi una sér þar vel.
Ekki er ólíklegt, að Danir gætu stutt á ýmsan hátt að
viðreisn Grænlands. Danir eru að verða iðnaðarþjóð, en
iðnaður á mikla framtíð fyrir sér á Grænlandi. í verzl-
un mætti og nokkurs af þeim vænta. Mestan gróða gæt-
um við haft á Grænlandi af því að reka þar grávöru-
framleiðslu, halda þar hálfviltar hjarðir af hreindýrum,
moskussauðum o. fl.