Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 18

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 18
354 Um Hallgriin Pjetursson. enda má líka oft finna, að grundvöllurinn hefur ekki ætíð verið sem alvarlegastur. Þess konar kvæði, harmagrátur yfir spillíngunni og eymdinni og volæðinu meðal manna og lýsíng á öllu þessu, stundum samfara lofi og gyllíngu fyrri tíma, eiga víst rót sína í siðaskiftunum, í óánægju þeirra sem hjeldu fast við fornu trúna, og hún hefir svo ósjáifrátt runnið til annara ýngri og lúterskra kynslóða, enda var sumt sem lúterskunni fylgdi ekki geðslegt, jeg minni á djöflatrúna og galdraöldina með brennunum, sem einmitt geisaði á Islandi um ævi sjera Hallgríms. I vís- um Jóns Arasonar kemur ekki slíkt fyrir, því að það er annað, þó að honum hryti vísur á gamalsaldri, þar sem hann kvartar yfir trúarhnignun, þar tók hann á því, sem í raun og veru átti sjer stað frá hans sjónarmiði. Merkast allra þess konar kvæða eftir sjera Hallgrím er Aldarháttur hans, 22 v. með einhennilegum brag- arhætti. Fyrst eru 10 vísur um fyrri tíðir (»Áður á tíð- um« — er upphafið) og ágæti þeirra og dýrð — það er líkt og í »Í8land farsældar frón«. Þá var manndómur og hreysti, fagrar ástir og leikir, siglingar og auðlegð — >’Island má sanna það átti völmanna þá alt stóð í blóma«, það er kjarninn. En svo kemur ránghverfan»Nú er öld snúin«, og alt ilt upp talið sem mótsetníng við fyrri kaflans efni, lydduskapur og leti, heimska og fáviska, raup og þó volæði í öllu, ágirnd og mútur o. s. frv. »Mann- kosta hægðir, en lastanna nægðir í landinu spretta« er kjarninn í þessum þætti. Því er síst að neita að kröftugt sje kvæðið, og því sem mest er í varið, að efni þess sýn- ist vera römm alvara skáldsins, og ekki látalæti og tómt glamur. Hann hefur viljað bregða upp skuggsjármyndum fyrir samtíðarmenn sína, til uppörvunar og viðvörunar. Hjer er eftirtektarvert, í hvílíkum gullaldarljóma að hann sjer fornöldina. Enginn vafi er á því, að Hallgrímur hef- ur þekt fornsögur og fornkvæði, t. d. Völuspá og líklega flest eddukvæðin (sbr. »sem yrki fornróma«). Kvæðið sýn- ir, að hann var mjög vel að sjer í gamla skáldskapar- málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.