Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 78
414
Bismarck.
hann í málið. Var umsjónarmanni vikið frá, en Bismarclc
settur í hans stað. En hann lét þó þann afsetta fá nokk^
urn hluta launanna, og lýsti sér í því drengskapur hans.
Þessu næst gekk hann með miklum dugnaði og hygni að
því að bæta garðana og átti þá harða deilu við skriffinna
stjórnarinnar, svo sem jafnan síðan. Þessa er hér getið
fyrir þá sök, að hér komu fram í smáu sömu eiginleikar
Bismarcks, sem síðar urðu heimskunnir, er verksvið hans
óx og hann gerði þjóð sinni þann skjólgarð, er ver nú
lönd hennar fyrir flugstraumi heimsófriðarins.
Friðrik Vilhjálmur þriðji hafði lofað því hátíðlega, 22.
maí 1815, að þjóðin skyldi fá hlutdeild í stjórninni og alls-
herjar þing sett á stofn á Prússlandi. Frestur varð þó á
þessu, þar til er Friðrik Vilhjálmur fjórðí lét úr því verða
1847 og kvaddi til þings í Berlinni. Bismarck var kosinn
þingmaður og tók þar sæti 12. maí 1847. Þótti hann þá
þegar harður í horn að taka, og fekk óvild vinstrimanna,
en vann sér hylli hægrimanna og stjórnarinnar. Því að
hann studdi þegar konungsvaldið. Það kom og þegar
fram, að hann vildi i öllu byggja á þjóðlegum grundvelli,
leit stórt á sig og sína þjóð og fjarlægur öllum uppskafn-
ingshætti. Það sýna orð hans til frjálslynda flokksins, er
hann sagði í þingræðu 15. júní á fyrsta þinginu: »Þeim
mönnum, er helzt leita fyrirmynda handanvið Vogesafjöll,
vil eg ráða til að hafa sömu mælisnúruna, sem Englend-
ingar og Frakkar hafa sér til ágætis: drengilegur
þjóðarmetnaður, sem er tregur til að leita erlendis
að eftirbreytnisverðum og dáðum fyrirmyndum«. Má af
þessu sjá að honum var frá upphafi ljóst að enginn verð-
ur mikill eða þjóðnýtur stjórnmálamaður, nema hann sé
fullur metnaðar fyrir sína eigin þjóð. Sýnir öll saga mann-
kynsins að þetta er rétt, og einkum saga Bismarcks og
Þýzkalands um hans daga og síðan. Hefði eigi þjóðar-
metnaðurinn verið runninn honum í merg og bein, þá
mundi hann eigi hafa mátt snúa svo miklu til leiðar sem
raun varð á.
Landsmönnum þótti konungur eigi efna heitin nema