Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 31
Nýtt landnám.
367
æðarfuglinn er skotinn miskunarlaust. í landinu hafa
fundist kolalög á ýmsum stöðum, kopar og járn og ýms
verðmæt steinefni, en af þeim er kryolitið frægast. Niður
frá hájöklinum steypast óteljandi ár til sjávar, svo landið
hefir ótæmandi vatnsafi. Af viltum landdýrum eru á
Grrænlandi hérar, hreindýr, moskussauðir, hreysikettir,
bláir reíir og hvítabirnir, en Skrælingjar hafa skotið öll
þessi dýr til mikillar þurðar nema refinn og þau dýr, sem
aðeins eru til á þeim svæðum, er Skrælingjar ekki byggja,
en það er norðurhluti austurstrandarinnar. Þar sem suð-
uroddi Grænlands er eins suðlægur og sunnanverður Nor-
egur kemst sól þar hátt á himin um sumarsólhvörf. Hita-
breytingar eru þar miklar og tíðar. I dölum þeim sem
greinast inn frá fjörðunum, í skjóli þar sem geislarnir
brotna hlíð í hlíð verða oft miklir hitar á sumrum, þótt
jökullinn sé ekki langt frá. Gróðurinn er því ekki lítill,
þótt tegundirnar séu ekki margar, af því skamt er síðan
ísinn þiðnaði af landinu. Birkikjarrið verður al't að 6—7
metra á hæð. Reynt hefir verið að gróðursetja barrvið í
kjarrinu og þrífast trén þar vel. Líklega væri hægt að
koma upp stórum skógum, ef sáð væri harðgerðum viðar-
tegundum t. d. siberísku greni, lævirkjatré o. fl. Þessar
tegundir vaxa langt norður í Síberíu og búa þar við verri
lífskjör en þeim stæðu til boða á Grænlandi. Niðri í döl-
unum og fram með ánum eru víða grösugar engjar. I
Eystri Bygð þrífast garðávextir vel, jafnvel úti á annesj-
um. Náttúra Grænlands er svo rík til lands og sjávar,
að þar er rúm fyrir margt fólk. Inn í dölunum standa
enn bæjarrústir og grafreitir feðra vorra. Það er hvöt
til okkar um að sleppa ekki því, sem eitt sinn var íslenzk
storð, að líða ekki að nokkur sá blettur, sem verið hefir
norrænt heimili, og orðið getur aftur heimili fyrir nor-
ræna menn og veitt þeim lífsuppeldi, hætti að veraNorð-
urlönd. Þessa ber okkur sérstaklega að gæta þeim meg-
in, sem við erum, í vestur átt.
Eins og kunnugt er þá er Grænland nú dönsk ný-
lenda. Stórveldin hafa viðurkent rétt þeirra til mestallr-