Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 6
842
Um Hallgrím Pjetnrsson.
og tilfinníng, og það er ekki innantómt orð þetta »alt«,
sem skáldið hefur með »geð«. Sál —- geð — hjarta eru
innri öfiin, verkfærin, — rómur og túnga eru ytri öflin,
ytri verkfærin; »hugur« á ekki eins vel við hjer, því að
það er ekki annað en það sem búið er að nefna; en vera
má að skáldið hafi með hugur meint »áhuga« eða »djarf-
leik«, og er það þá ekki endurtekning eða óþarfi, og má
þá til sanns vegar færa í röðinni. Hvað ætlunarverk höf.
er, er ekki minna eða rýrara en það sem í augum krist-
ins manns hlaut að vera hið mesta, erfiðasta og viðkvæm-
asta, »herrans pína«.
Með 9. vessi hefst meginmálið með byrjun píslarsög-
unnar, og er hún þrædd í upphafi hvers sálms einkum
eftir Matteusar guðspjalli og hefst með 30. vessi i 26.
kapítula; þó eru hin guðspjöllin líka notuð.
50. sálmurinn hefst með því sem sagt er frá í Matt.
27, 62—66, og gengur sú frásögn um 4 vess og hljóðar:
Öldungar Júða annars dags
inn til Pilátum gengu strax,
sögðu — „herra vjer höfum mest
i huga fest
hvað sá falsari herma Ijest.
Eftir þrjá daga ótt fyrir sann
upprísa mun jeg, sagði hann;
við slíku er hest að leita lags,
lát geyma strax
þessa gröf inn til þriðja dags.
Máske líkið með leyndum hljótt
lærisveinar hans taki um nótt,
og lýðnum segi það lyga skyn;
þá lízt ei kyn,
þó verði sú villan verri en hin“.
Pilátus vist þeim varðhald fekk,
vaktin strax út af staðnum gekk,
gröfinni blífu herrans hjá,
og svo til sjá,
settu innsigli steininn á.
Sje þetta borið saman við frumtextann, þá er auðsjeð,