Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 15
Um Hallgrim Pjetursson.
351'
Slíkt yrkir enginn nema »skáldið af guðs náð«.
Vegna allra hinna ágætu eiginleika sálmanna, hljóta
a 11 i r að hafa ánægju og unað af að lesa þá, hvort sem
lesendurnir eru kirkjutrúarmenn eða alveg trúlausir, og jeg
gæti best trúað því, að þeir hinir síðarnefndu væru ekki
lakari lesendurnir. Þeir hafa unað af máli og formi, af
spekimálunum, af hinni skörpu hugsun og skýríngum; hitt,
það kirkjutrúarlega, er þeim auðvitað lítilvægt. En það
eykur aftur gildi sálmanna fyrir kirkjutrúarmenn, og það
svo, að það verður þeim aðalatriðið, ef þeir gæta þess,
að hafa þá ekki um hönd aðeins fyrir vana sakir og
sýngja þá ekki hugsunarlaust, sem oft vill verða.
Jeg læt hjer staðar numið og sný mjer að hinum ver-
aldlega kveðskap sjera Hallgríms.
Jeg mintist ákesknisvísur hans, eða þær sem hon-
um eru eignaðar. Auðvitað eru ekki nú til margar af þeim,
hefur þeim verið lítt á loft haldið. Sagt er, að honum
hafi verið illa til Arngríms lærða, og stóð hann ekki einn
með það; Arngrímur var óþjáll maður og lundstirður, og
leit mjög stórt á sig sjálfan, enda vildu prestar í Hóla-
biskupsdæmi ekki taka hann til biskups eftir Guðbrand.
Sem sýnishorn af kesknisvísum Hallgríms má tilfæra vísu
hans um Arngrím:
Eins og forinn feitur
fjenu mögru hjá
stendur strembileitur
stórri þúfu á,
þegir og þykist frjáls
(þetta kennir prjáls)
reigir hann sig og rjettir upp
rófuna til hálfs,
sprettir úr sporum með státi1)
og sparðar af gravitáte2).
Vísan gefur ágætlega ljósa mynd af manninum, og mjer
finst hún líka sverja sig vel í föðurættina.
‘) = stáss, þ. e. drambi.
s) = drambsalvöru.