Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 90

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 90
426 Bismarck. þeim, ef hann reiddist. Gáfur hans voru yfirgripsmiklar og marghæfar, skýrleikur framúrskarandi, skarpleikur með afbrigðum. Vijinn var stálsettur og var höfuðgáfa mannsins, því að honum varð aldrei aflfátt, hvorki við sjálfan hann né aðra. Djúphygni, langsýni, stilling voru samstiltir strengir við viljaaflið og ráðkænska óbilandi. Skapferði hans er lýst svo, að hann var skörungur hinn mesti, bráðlyndur og skapstór, en kunni vel að stilla sig. Hann var drengur góður, en harðdrægur og óvæginn við þá, sem hefta vildu æfistarf hans, en hann var sáttfús og miskunnsamur við agraða. Er hann að því leyti mjög líkur Cæsari. Það er fært í frásögur, að gamall hers- höfðingi hafði orðið ósáttur við Bismarck og í mótgangi við hann. Sá mælti við Bismarck: »Getur þú eigi gleymt, sonur sæll?« — »Nei!« svaraði Bismarck. — »Getur þú eigi fyrirgefið, sonur sæll?« — »Af öllu hjarta!« var svar- ið. — Bismarck var verkmaður mikill, vinnuharður og kröfufrekur um dugnað, en viðmótsgóður og lítillátur. Enn verður að geta þess, að hann var snillingur á þýzka tungu, og ágætur mælskumaður, geðrikur, rökauðugur, en ,ekki að því skapi glæsilegur málrómurinn. Svo rík var mótstaðan, sem getið er, svo misróma voru dómarnir, sem sagt var, og svo mikill var maðurinn fyrir sér, sem nú hefir verið talið um stund. Að standast slika mót8töðu, að þola slíka dóma og hafa slika mann- kosti lýsir miklum manni. En meira Jparf til þess að telj- ast með mestu mönnum sinnar aldar og jafnvel sögunnar. Til þess þarf veglegt og göfugmannlegt áhugamál. Ein- mitt þetta skilyrði hafði Bismarck, því að áhugamál hans var, með orðum Jónasar Hallgrímssonar: ». . . það verkið sem fegurst er af verkum mannanna, að efla framför og farsæld heillar þjóðar, sinnar þjóðar og þjóðar feðra sinna . . . «. Og lengi hafði þýzku þjóðinni verið þörf sliks manns. Því að vér vitum það fyrst til Þjóðverja, að þeir voru tvístr- aðir í smáríki, herskáir menn, sem börðust eigi síður inn- byrðis en við aðrar þjóðir. A dögum Ágústusar hélt því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.