Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 92
Ritfregnir.
Norskar bækur um norræn fræði.
Imsar norskar bækur, sem út hafa komiS um og eftir síðustu
áramót, bera þess ljósan vott, með hve miklu fjöri og dugnaði Norð-
menn leggja stund á norræn fræði, og mun óhætt að fulliröa, að
þau vísindi standa óvíða með meiri blóma nú sem stendur enn við há-
skólann í Krist/aníu. Skírnir getur því miður að eins minst laus-
lega á þessi rit til að vekja athigli á þeim, enn vísar að öðru leiti
til ritanna sjálfra.
Prófessor A I f T o r p, sem mi telja hinn fjölhæfasta málfræð-
ing Norðmanna, síðan Bugge leið, hefur með höndum útgáfu orða-
bókar, er sínir uppruna og skildleika þeirra orða, sem tíðkast í
»landsmálinu« norska, og nefnist bókin »N y n o r s k e t y m o 1 o-
gisk o r d b o k(( (Aschehoug & Co., Kristiania). Torp
hefur áður ásamt með próf. Hjálmar Falk gefiö út samskonar orða-
bók ifir ríkismálið (Etymologisk ordbog over det norske og det
danske sprog), sem hefur verið þt'dd á þíska tungu og getið sjer
maklegt lof. Nafn höf. er fnll trigging firir því, að þessi lands-
málborðabók verði vel af hendi leist, og af því að landsmálið á enn
fleiri sameiginleg orð við íslenskuna enn ríkismálið verður hún enn
þá betri leiðbeining til að skilja ttppruna íslenskra orða enn eldri
orðabókin. Þegar bókin er öll komin út, er vonandi að henni filgi
skrá ifir þau orð úr fornmálinu, sem skírð eru í bókinni. Hún
kemur út í heftum, eitt hefti á mánuði, og verður als 16—17 hefti
(hvert á 1 kr. 50 a.). Ut eru komin 7 hefti og ná þau langt aft-
ur í K. Bókin er nauðsinleg hverjum þeim, sem vill vita nppruna
tslenzkra oröa, og um leið verður hún fullkomiu orðabók ifir lands-
málið norska, því að hvert orð er þítt á ríkismál.
Prófessor Marius Hægstad hefur gefið út ritgjörð mál-
fræðislegs efnis, er nefnist Vestnorske maalfore fyre
135 0, II. Sydvestlandsk, 1. Rygjamaal, og er áfram-