Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1915, Síða 78

Skírnir - 01.12.1915, Síða 78
414 Bismarck. hann í málið. Var umsjónarmanni vikið frá, en Bismarclc settur í hans stað. En hann lét þó þann afsetta fá nokk^ urn hluta launanna, og lýsti sér í því drengskapur hans. Þessu næst gekk hann með miklum dugnaði og hygni að því að bæta garðana og átti þá harða deilu við skriffinna stjórnarinnar, svo sem jafnan síðan. Þessa er hér getið fyrir þá sök, að hér komu fram í smáu sömu eiginleikar Bismarcks, sem síðar urðu heimskunnir, er verksvið hans óx og hann gerði þjóð sinni þann skjólgarð, er ver nú lönd hennar fyrir flugstraumi heimsófriðarins. Friðrik Vilhjálmur þriðji hafði lofað því hátíðlega, 22. maí 1815, að þjóðin skyldi fá hlutdeild í stjórninni og alls- herjar þing sett á stofn á Prússlandi. Frestur varð þó á þessu, þar til er Friðrik Vilhjálmur fjórðí lét úr því verða 1847 og kvaddi til þings í Berlinni. Bismarck var kosinn þingmaður og tók þar sæti 12. maí 1847. Þótti hann þá þegar harður í horn að taka, og fekk óvild vinstrimanna, en vann sér hylli hægrimanna og stjórnarinnar. Því að hann studdi þegar konungsvaldið. Það kom og þegar fram, að hann vildi i öllu byggja á þjóðlegum grundvelli, leit stórt á sig og sína þjóð og fjarlægur öllum uppskafn- ingshætti. Það sýna orð hans til frjálslynda flokksins, er hann sagði í þingræðu 15. júní á fyrsta þinginu: »Þeim mönnum, er helzt leita fyrirmynda handanvið Vogesafjöll, vil eg ráða til að hafa sömu mælisnúruna, sem Englend- ingar og Frakkar hafa sér til ágætis: drengilegur þjóðarmetnaður, sem er tregur til að leita erlendis að eftirbreytnisverðum og dáðum fyrirmyndum«. Má af þessu sjá að honum var frá upphafi ljóst að enginn verð- ur mikill eða þjóðnýtur stjórnmálamaður, nema hann sé fullur metnaðar fyrir sína eigin þjóð. Sýnir öll saga mann- kynsins að þetta er rétt, og einkum saga Bismarcks og Þýzkalands um hans daga og síðan. Hefði eigi þjóðar- metnaðurinn verið runninn honum í merg og bein, þá mundi hann eigi hafa mátt snúa svo miklu til leiðar sem raun varð á. Landsmönnum þótti konungur eigi efna heitin nema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.