Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1915, Side 32

Skírnir - 01.12.1915, Side 32
368 Nýtt landnám. ar yesturstrandarinnar og parts af austurströndinni sunn- an til, samtals 14,000 □ mílur. Aðrir hlutar landsins eru ekki viðurkendir neins eign. Það er okkur mikið lán, að Grænland er í höndum Dana, norrænnar þjóðar, en ekki í höndum annarlegra ofbeldisseggja. Danir stjórna land- inu ekki sem viturlegast, og Skrælingjar, sem drápu frændur vora vopnlausa, eru öllu eyðandi villilýður. Dan- ir reka á Gxænlandi kryolit- og koparnámur og er hvort- tveggja gróðafyrirtæki. A einokunarverzluninni hafa þeir aftur á móti tapað, þrátt fyrir það, að útflutningurinn er alt að því helmingi meiri en innflutningurinn til Græn- lands 1912, innflutningur til námufélaganna og útflutningur frá þeim ekki talinn með. Samt er tekjuafgangur, af því námufélögin greiða mikið fé fyrir að fá að reka námurn- ar. Gott sýnishorn af ráðslaginu er það, að æðarfuglinn fær ekki að lifa og út eru flutt ein 160 kg. af dún 1912, álíka og frá einu eða tveimur varpheimilum á Islandi. Dönum heíir þannig ekki orðið mikið úr Grænlandi. Því verður þó ekki núið þeim um nasir að þeir séu ódug- legir. Væri það því drengilegt af okkur að hlaupa undir bagga og hjálpa til að rétta hag Grænlands við. Að Dön- um hefir ekki orðið meira úr Grænlandi gæti helzt stafað af því, að löndin eru svo ólík og atvinnuvegir Dana eru lagaðir eftir alt öðrum staðháttum en þeim, sem eru á Grænlandi. Þar á móti mundu atvinnuvegir okkar eiga þar vel við, þótt þeim sé í ýmsu ábótavant. Til fiski- veiða kunnum við vel og betur mörgum öðrum þjóðum. Æðarvörpunum og fuglatekjunni ættum við að geta kom- ið í gott lag. Inni í dölunum ætti að geta risið upp blóm- leg norræn bygð, og islenzkt búfé mundi una sér þar vel. Ekki er ólíklegt, að Danir gætu stutt á ýmsan hátt að viðreisn Grænlands. Danir eru að verða iðnaðarþjóð, en iðnaður á mikla framtíð fyrir sér á Grænlandi. í verzl- un mætti og nokkurs af þeim vænta. Mestan gróða gæt- um við haft á Grænlandi af því að reka þar grávöru- framleiðslu, halda þar hálfviltar hjarðir af hreindýrum, moskussauðum o. fl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.