Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1915, Side 55

Skírnir - 01.12.1915, Side 55
Talað á milli hjóna. 391 inni á Ólaf, þegar svona kemur fyrir, en það er bezt að tala sem minst um það hér, og konunni minni og mér þætti vænst um að fá prestinn til að skreppa heim til ■okkar og koma vitinu fyrir þau í tíma. Mér þætti betur, ef þau gætu lafað í sama rúminu þangað til á krossmessu, þó ekki væri lengur, en ekki fala eg þau fyrir vinnuhjú næsta ár, það veit sá, sem alt veit«. Síra Jósef varð þungur á svip og þagði drykklanga stund; svo sagði hann hálfvandræðalega: »Það er sjálfsagt að eg geri mína skyldu og fari með yður, hvað sem eg get ráðið við þetta«. »Þér segið vel um það, sira Jósef«. Það var fyrsta prestskaparár síra Jósefs; hann hafði farið beina leið frá græna prófborðinu og til kallsins. Gamli presturinn, gráhærður, barnlaus ekkjumaður, var orðinn heilsulítill og hafði fengið leyfl til að fara til Dan- merkur til að leita sér þar heilsubótar og hvíldar í heilt ár. Síra Jósef ætlaði sér að reyna að ná kosningu safn- aðarins, þegar gamli maðurinn félli frá; hann hafði kom- ist á bezta heimili og prestsskapurinn hafði gengið eins og í sögu alt fram að þessu; hóglíflð fanst honum þægi- legt og gott eftir alt amstur og leiðindi skólaáranna. Fyrsta prestsverkið hans hafði verið það að pússa saman í hjónaband þessi hjú, sem Einar i Seli var orðinn í vand- ræðuin með. Síra Jósef var athöfnin minnisstæð, af því að hún var fyrsta embættisverkið hans. Þau Ólafur og Helga höfðu komið heim til hans með strákinn og leyfisbréfið og beðið hann að pússa sig saman þegar í stað, — Ólafur, tæpur meðalmaður á hæð með hálfflóttaleg augu og þur- legur á svip, í grárri vaðmálstreyju og röndóttum buxum, með svarta brjósthlíf og derhúfu, — Helga, einfeldnisleg -og feimin, í peysufötum, með stykkjótta dúksvuntu og rauðköflótt slifsi, hann 37, hún 38 ára. Síra Jósef var að rifja þetta upp í huga sér, á meðan Jiann var að hneppa að sér reiðbuxunum og spenna á sig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.