Gangleri - 01.04.1870, Page 41

Gangleri - 01.04.1870, Page 41
41 bráð, en það blæddi upp aptur og aptur. Þeir, sem rnisst hafa ástvini sína, fá bezt skilið harm barnsins. Foreldrar hennar komu hlaupandi, og spurðu hvað uin væri að vera, en tílfhildur litla gat ekki talað, og ekki grátið, og hún benti þegjandi á hræ flugunnar. Móðirin þreif í vænginn á hræinu, og kastaði því inn í ofninn, o<r gneistaflug eldsins svelgdi það svo hræðilega, að tílfhildur litla skalf og titraði af harmi, og hún grjet fögrum saknaðartárum. B'aðirinn hóf upp höfuð dóttur sinnar, lagði hana að vanga sjer, þerraði tár hennar með ástarkossi og sagði: „Þegar þú ert orð- in fullorðin og komin út í öfugstreymi heimsins, sem fullur er af táli og töfraglaum, minnstu þá flugunnar, og láttu ekki agn hinna viðsjálu unaðsemda glepja fyrir þjer sjónir eður villa þig inn í helíjötra glötunarinnar. Dæini flugunnar getur leiðbeint þjer til hinnar fullkomn- ustu og ævarandi sælu“. Það var eins og eitthvað alvarlegt og háleitt snerti hjarta barnsins. Hún skildi að vísu ekki hvað faðirinn meinti, heldur var það eitthvað í rödd föðursins, sem endurhljómaði svo skýrt og ástúðlega í barmi hinnar ungu meyjar, að henni aldrei gat fallið það úr minni. Flið skygna föðurauga sá líka þessi áhrif, og faðirinn gladdi sig ósegjanlega; hann sannfærðist um að hann hefði sáð því góða sæði í hjarta barnsins sem með fram- tíðinni mundi blómgast og bera ávexti. ímyndun föð- ursins var líka rjett; tílfhildur gleymdi aldrei flugunni meðan liún lifði, og hún gleymdi því aldrei að skoða og nálgast skapara sinn gegnura jafnvel hin minnstu af hans dásemdarverkum. Það var svo margt af dæmi ilugunnar er tílfhildi varð að notuin; hún sá af því

x

Gangleri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.