Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 17
i7 Hafslœk miðjan; það er slœgjuland. Nú segirsagan bls. 213: „þor- steinn stóð upp einn morgin við sól, ok gekk upp á borg; hann sá hvar naut Steinars váru. Síðan gekk J>orsteinn út á mýrar til þess er hann kom til nautanna. þ>ar stendr skógar-klettr við Hafs- lœk, enn upp á klettinum svaf frándr“. forsteinn vakti þránd og drap hann síðan, eftir að þeir höfðu talazt við. „Síðan bar þ>or- steinn grjót at honum, ok huldi hræ hans“. þ>essi skógarklettr er nú kallaðr þrándarleiði\ hann er rétt við Hafslœk sunnan megin, á Stakksmýri (Breiðinni); þangað sést af borginni; ofan á klettin- um er nú nokkur jarðvegr, enn hann er lítill um sig. þ>egar J>or- steinn drap Grana, þá segir, bls. 211: „Nú var þat einn dag, at jporsteinn hafði gengit upp á borg at sjá um; hann sá hvar naut Steinars fóru, hann gekk út á mýrar. f>að var sið dags. Hann sá, at nautin vóru þá komin langt út í hóla-sundit. þorsteinn rann út á mýrarnar. Ok er Grani sá þat, þá rak hann nautin úvægilega til þess er þau komu á stöðul. þorsteinn kom þá eftir, ok hittust þeir Grani í garðshliðinu. forsteinn vá hann þar, þat heitir Girana- hlið síðan, þat er á túngarðinum. þorsteinn hratt garðinum ofan á Grana, ok huldi svá hræ hans“. þ>etta hólasund, sem hér er talað um, er vist nálægt Sjónarhól, sem kallaðr er, og er það skamt frá Hafslœk, þangað sést og af borginni, þar er og þ>ránd- arleiði á móts við. Bœrinn Ánabrekka stendr vestan til við dálitla hæð, austrendinn af henni heitir Fjóshólar; þvert yfir hæðina fyrir austan bœinn sést votta fyrir þeim gamla túngarði, sem nú er kallaðr Granagarðr, og er sem þúfnabarð; þar er og þúfa ein, sunnan til í hæðinni, sem kölluð er Granaleiði, enn sagan segir, að „Steinarr leiddi hann upp i holtunum“. Stöðlarnir hafa líklega verið í Fjóshólunum, því „konur þær, er til stöðuls fóru, fundu Grana þar hann lá“; nú nær túnið miklu lengra austreftir, svo Fjóshólarnir eru nú í túninu1. f>egar J>orsteinn reið til boðsins út á Álftanes, bls. 222—3, þá riðu þeir út til Fors, og þar yfir Langá, og síðan sem leið lá til Aurriða-ár. Enn fyrir utan ána vóru þeir Steinarr að verki, og hlupu þegar til vopna sinna og runnu eftir þeim þ>orsteini; þeir I>orsteinn riðu þá út af Langholti-, þar er hóll einn hár og úvíðr; þeir f>orsteinn fóru upp á hólinn, enn hann mælti við Grím son sinn, að hann skyldi fara í skóginn; hann var 10 vetra. þ>eir Steinar sóttu að þeim þ>orsteini, og börðust þeir þar. f>ennan fund sáu menn, er voru á engiteignum af öðrum bœjum, og fóru 1) Bg skal enn geta þess, að Egilstjörn heitir tjörn ein neðarlega í Borgarlandi, skamt fyrir sunnan Hafslœk; það eru munnmæli, að hún sé kend við Egil Skúlason, og að hann hafi haft þar leika á vetrum á ísnum. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.