Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 86
86
Náttmálaásinn er fióasund, sem heitir Hraunfjallasund (64). í sundinu
vex brokstör. Austanvert við þetta flóasund eru Hraunfjöllin (65),
sem eru háir klettar, allvíðáttumiklir; Iiggja frá austri til vesturs.
Með pörtum eru Hraunfjöllin þakin birkiskógi, en sumt af þeim eru
berir klettar. Fyrir sunnan þau er allmikill skógur. Undir Hraunfjalla-
hyrnunni (66), sem er vestast á þeim, eru miklar grjóturðir, sem refir
gutu yrðlingum í að vorinu; var mjög erfitt að vinna þau gren, vegna
urðanna. Fyrir mörgum árum hafa refir alflutt sig burt af þessum
stöðvum. Norðanvert við Hraunfjöllin er Hraunfjalla-kinnin (67), sem
er mjög gróðurlítil. Fyrir vestan hana eru landamerkin á milli Arnar-
bælis og Dagverðarnessels, með Hraunfjalla-kinninni eftir flóajaðrinum
alla leið austur í Saurpoll (68). Þessi pollur dregur nafn af foraðs-
sundi, sem vegur hefir verið lagður yfir á þann hátt, að grjót hefir
verið fært ofan-í sundið, grjótið svo sokkið, en myndazt djúpur poll-
ur ofan-á því, svo að vatnið tekur hestum í hné og jafnvel meira.
í miklum þurkum á sumrin þornar vatnið í pollinum, og er þar þá
eintóm forarleðja. Hraunfjalla-kinnin endar við austurenda Hraunfjall-
anna. Frá þeim enda þeirra suður undir Húsaborg (28) eru kallaðir
Hraunfjallabekkir (69), sem eru öldumynduð grjótholt með talsverðu
skógarkjarri. Fyrir austan Saurpoll eru smáholt með forarmýrasund-
um á milli, austur að Ormstaðavatni (70), sem er allstórt vatn, er
liggur frá norðri til suðurs. Áframhald af landamerkjum á milli Arnar-
bælis og Dagverðarnessels er úr Saurpolli í suðurhorn Ormsstaða-
vatns. Gamlar sagnir eru um Ormsstaðavatn, að ýmsar vatnavættir
byggju þar, þar á meðal nykurkýr og nykurhestar og margt fleira
af vatnadýrum. Gömul kona, sem nú er dáin fyrir mörgum árum, en
var á Ormsstöðum hjá Guðmundi Jónssyni, er var bóndi þar og
kallaður Guðmundur steinhöggvari, um og eftir 1850, sagði mér
ýmsar sögur um Ormsstaðavatn, þar á meðal, að flest fólk forðaðist
að fara eftir því að vetrarlagi, á ísum, bæði gangandi og ríðandi;
lagnaðarís á vatninu væri ótraustur, svo að það kæmi fvrir, að hann
færi af því snögglega, og áttu vatnavættir að orsaka það. Á meðal
annars sagði þessi kona mér, að eitt kveld að vetrarlagi hefði bað-
stofan á Ormsstöðum skolfið og nötrað. Fólkið varð allt mjög hrætt,
því að veður var ágætt, svo að þetta gat ekki komið til af vondu
veðri. Húsbóndinn hefði einn litið út-um glugga á baðstofunni og
hefði þá bannað öllum að fara til dyra eða láta neitt á sér bera.
Daginn eftir hefði hann sagzt hafa séð ókennilega skepnu, mjög stóra,
þrengja sér í gegnum sund, sem var á milii baðstofunnar og smiðj-
unnar, og hafi virzt sitja þar föst. Morguninn eftir hefði þó engin
vegsummerki sést og ekkert meira um þetta dýr eða skepnu, sem