Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 115
115
Vér sjáum af þessu, að »með Sundum« hefir táknað miklu víðara
svæði en jarðirnar, sem liggja að sjálfum sundunum á Kollafirði. Því
er og talað um »Sunda-umboð« Skálholtsstóls, *) og er ekki að efa,
að í því umboði hafi verið jarðir stólsins í þessum þremur hreppum,
en ekki að eins þær fáu jarðir, sem stóllinn átti við sjálf sundin. En
að »með Sundum« hafi náð yfir þessa þrjá hreppa alla, styrkist við
það, að sýnt verður, að tveir af syðstu bæjunum í Álftaneshreppi,
Straumur og Ás, eru sagðir vera »með Sundum«, og Mosfell og Þor-
móðsdalur sömuleiðis, sem báðir eru í útjörðum Mosfellssveitar og
langt frá sjó.
Vafalaust hafa einhverjar sérstakar ástæður legið til þess, að
þessi byggðarlög þannig voru kennd við sundin fremur en önnur
einkenni í landslagi þeirra. Hverjar þær ástæður voru, er oss hulið,
og skal ég engum getum að því leiða.
4. Finnmörk.
Árið 1430 gaf Loptur bóndi Guttormsson hinum laungetnu son-
um, er hann hafði átt með Kristínu Oddsdóttur, miklar gjafir í jarð-
eignum. Meðal annars gaf hann Sumarliða syni sínum »jarder a
Finnmork. Hollt. hol. kaulldukinn. hafstadi«.1 2) Tveimur árum síðar
gáfu nokkrir menn vottorð um, að þeir hafi séð bréf Lopts um gjafir
hans til Sumarliða, og telja þeir meðal þeirra »jardernar a finnmork
Radbardarhollt. hol. kaulldukinn ok hafstadi«.3) Árið 1501 seldi Narfi
Jónsson Sturlu Þórðarsyni á Staðarfelli m. a. »jordina kolldukinn er
liggur aa finnmork j stadarfellz kirkiu sokn«.4) Loks seldi, árið 1550,
Ormur lögmaður Sturluson Daða Guðmundssyni i Snóksdal »jordina
alla Hollt a Finmörk i Hvams kirkiu sokn«.5) Víðar hefi ég ekki séð
byggðarnafn þetta nefnt.
Af bréfum þessum er það augljóst, að byggð þessi var í Dala-
sýslu, í Hvammssveit og í Fellstrandarhreppi. Utantil i Hvammssveit-
inni gengur fell með Hvammsfirði. Fellið er bratt þeim megin, sem
að firðinum snýr, og undirlendi mjótt milli fellsins og sjávar, en þó
eru þar nokkrir bæir. En fyrir ofan fellið er breiður og grunnur dal-
flái, til vesturs niður að firðinum, og rennur Skoruvikurá eptir dalfláa
þessum. í honum eru nokkrir bæir þar á meðal allir bæirnir, sem
nefndir eru i bréfunum. Þætti mér líklegt, að það væri sú byggð, sem
1) Dipl. isl. XIII. bls. 257 (1557).
2) Dipl. isl. IV. nr. 446.
3) Dipl. isl. IV. nr. 552.
4) Dipl. isl. VII. nr. 563.
5) Dipl. isl. XI. nr. 656.