Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 4
8 brún fyrir austan holtið, rennur vestur með því, vestur fyrir bæjar- stæðið og svo þvert fram á sandinn, en hverfur þar að mestu. Svo mikið hefur jarðvegurinn hækkað við lækinn, að hann er nú í djúpu, gapandi gili, sem er farið að gróa, og með skarði og götu skáhalt milli gamla og nýja bæjar; heitir þar Kirkjuvað. Slægja varð sum árin í gömlu rústunum, svo að t. d. 1921 fengust 25 heyhestar ofan lækjar — og eitt sinn 7 kaplar í flekk. Annars voru um það bil og að vísu lengi rýrar slægjur í Gunnarsholti. Síðar urðu þar meiri og betri slægjur í sæmilegum árum, án ræktunar. Og nú er þar, með ræktun og áburði orðinn geysimikill heyskapur af véltæku landi. Flatlendið frá litla læknum að Hróarslæk er mörg hundruð dagslátt- ur að stærð, Mun það allt heita einu nafni Veifa (Gunnarsholtsveita), og dregur nafn af áveitu þar á fornum öldum. Fram yfir síðastliðin aldamót hafa sézt þar áveitustokkar víðsvegar, og mun enn sjást vottur af leifum þeirra og rása eítir veituvatnið. Vatnið var tekið upp í landi Brekkna (Klofalæk) og lá sú kvöð á því landi. Viðbót. Getið er þess áður, að Gunnarsholt I fór í eyði 1836. En hins hefur láðzt að geta, að kirkjan þar var dauðadæmd með konungsbréfi 7. 6. 1837. Og rifin var hún á næsta ári. Var þá eitthvað þaðan flutt að Keldum. — Þá byggði Guðmundur Brynjólfsson á Keldum kirkjuna þar úr timbri (í fyrra skiptið), stærri en torfkirkjuna, sem þar var áður, vegna stækkunar sóknarinnar. Guðmundur Brynjólfsson varð þá líka að taka heim til sín kvígildin (4), sem eigandi Gunnarsholts. Meðal þess, sem selt var á uppboði úr Gunnarsholtskirkju á Keldum, var hurð og altari (er Guðm. Brynjólfsson keypti fyrir 72 skildinga). Altarið var lægra og minna en venjuleg „komóða“ (29 þml. hæðin og platan 28x18 þml. — Til var það enn fyrir fáum árum). Ekki hafa gluggarnir 2 hjá altarinu heldur verið stórir eða háreistir 1803. Þá er sagt í vísit.: ... „Þolir ekki prófastur- inn og ekki presturinn heldur þá ósæmilegu glugga, sem eru á gaflhlaði, lítið ofar en altarið. Þessir verða upp að hækkast, þar þeir gefa nú ei utan litla skímu, og það innan árs; því ómögulegt er vegna þeiri'a að syngja hér í kór lítt kunna sálmabók". — Liklega hefir kirkjan og glugg- arnir sérstaklega verið að sökkva í jarðlagið, sökum langvarandi áfoks af mold og sandi. Og svo er komið árin 1822—25, að moka verður og draga burt sand frá kirkjunni og kirkjugarði. Og 1829 er þetta skráð í vísit.: „Vegna þess jörðin er undirlögð miklum ágangi af sandi, svo verður ekki til greina tekið, þótt kirkjugarðurinn sé lágur, eða þó vanti grindur í sáluhliðið, því að í einu vetfangi má koma það veður, að sandurinn verði jafnhár veggjum". Við úttekt þar á sama vori þótti ekki fært að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.