Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 48
52 Þessu svara hreppstjórarnir í Odda sama dag, á þessa leið (ágrip): 1. Vitum ekki til að hún hafi neinn skylduómaga fram að færa. Hefir aldrei gifzt ,,og sýnist líklegt að geti sér uppi haldið í skikkan- legri vinnukonuvist“. 2. Landið í Næfurholti er ,,að víðáttu, gæðum og meðfylgjandi skógi, það allra bezta í þessari sveit, til sumar- og vetrarbeitar fyrir allslags pening“. Alítum að fjórði hluti þessa lands ,,kunni merki- lega að forþéna 40 álna eftirgjald árlega“, með einu ásauðar kú- gildi til viðbótar. 3. Útreikningur sveitarþyngsla s. 1. haust sýndi það, að á hvert tíundað hundrað, kom hálfsmánaðar niðurseta. Þórdís tíundaði 2 hundruð og kom því í hennar hlutfall 28 fiskar; 30 fiskar voru henni ekki ætlaðir. Er það og ályktun vor, ,,að við sjáum ekki búskap nefndrar Þór- dísar Halldórsdóttur vera Rangársveit til stórrar uppbyggingar með íramtíðinni“. Ekki mátu þeir nú mikils, hreppstjórarnir, að halda uppi lögskil- um öllum af þessu eyðibýli sveitarinnar. Var þó ekki að óttast ómegðina. Sýslumaður bætir enn við athugasemd. Telur sönnun fyrir því, að Sigurður Sigurðsson hafi lagt viði til húsa á Hálsi. Þykir nokkur gorgeir í Þórdísi. Vill þó reynast henni vel, ef hún hefir gert nokkuð umfram skyldu sína. Eftir þetta bjó Þórdís á Hálsi í fjögur ár til vorsins 1787, eða átta ár alls. Hafði hún sum árin karlmann, ,,fyrirvinnu“ eða vinnumann á heimili sínu, og ung stúlka er þar vinnukona árin 1785—86. (Fyrra árið er hún talin 20 ára, en síðara árið 19 ára!). Sennilega er það sama Þórdís Halldórsdóttir, sem 1816 er niður- setningur á Galtalæk. Er þá talin 86 ára, en ætti að vera nokkuð yngri eftir áður sögðu. Síðar verður hennar ekki vart þar í kirkjubókum. Ekki er Háls talinn í húsvitjun haustið 1787, og virðist samfelít í eyði til 1797, en 1798 til 1807 er þar kominn bóndi, Jón Brandsson, síðar í Næfurholli. Bjuggu þar svo fleiri sum árin til 1844, en verður mannlaust á því ári. 1 húsvitjunarbókum sést það, að búið er á Hálsi árin 1834, 36, 40 og til 1844. Verður þá eitt ár í eyði, því að bónd- inn, Þórður Sturlaugsson, fór búlaus að Næfurholti. En á næsta ári (1845) flytur þangað bóndinn frá Næfurholti (sjá þar). 76. Haukadalur. Gáta og líkindi. Nú held ég, að einhverjir spyrji: Telur þú virkilega algróna jörð og afgamalt ábýli meðal al- eyddra bæja? Ég svara: Telur þú líklegt, að fornmenn, málsnilling-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.