Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 80
84
Líkaninu lætur Jens fylgja eftirlíkingu af einu rennijárni, bjúgjárni,
en vitanlega voru af þeim fleiri tegundir eftir þörfum. I líkaninu er
sýndur diskur, sem verið er að renna.
Mér er ekki kunnugt, hvenær stignir rennibekkir bárust fyrst
hingað til lands. Um sögu rennismíða hér á landi er yfirleitt allt óljóst.
Hvorki í fornsögum né fornbréfum er nokkru sinni á þær minnzt, og
fornleifar vorar fræða oss ekki heldur mikið um þetta mál. Það er
þó líklegt og allt að því víst, að aðferðin hefur verið þekkt og notuð
hér á landi frá upphafi byggðar í landinu, og hníga að því þau rök,
sem nú skal greina:
Renndir smáhlutir úr tré, bollar og öskjur, hafa tíðkazt á Norður-
löndum að minnsta kosti síðan í upphafi járnaldar, 400—200 f. Kr.,
því að þeir hafa fundizt í hinum miklu dönsku mýrafórnum, sjá
G. Rosenberg: Hjortspringfundet, Nordiske Fortidsminder III, 1, S.
Múller: Ordning af Danmarks Oldsager II, Jernalderen, nr. 483—85.
I öllum þeim fundum, sem hér um ræðir, hefur varðveitzt óvenju-
lega mikið af trémunum, og að því leyti eru þeir sambærilegir við
Oseberg-fundinn. Ekki heldur þar láta renndir tréhlutir á sér standa,
sjá Oseberg-fundet II, bls. 196—97, mynd 130, sem er af dálitlum
renndum trébolla. I hinum fræga víkingaaldarbæ, Heiðabæ í Slés-
vík, hafa einnig verið grafnir upp renndir diskar, sjá H. Jankuhn:
Haithabu. Eine germanische Stadt der Frúhzeit. Neumúnster 1938,
bls. 128—29, mynd 116. Þessir fundir allir benda til, að fæð renndra
tréhluta í forsögulegum fundum stafi fremur af forgengileik efnisins
en að þeir hafi í raun og veru verið fátíðir.
Hér á landi er fátt eitt til af tréhlutum frá fornöld og miðöldum
og enga fræðslu um þetta efni að sækja til þeirra. En í miðalda-
byggðunum á Grænlandi, sem á sinn hátt voru íslenzkar, hafa tré-
munir sums staðar varðveitzt frábærlega vel, einkum þó í bæjar-
rústum þeim, sem upp voru grafnar í Austmannadal í Vestribyggð
1937. Meðal gripanna, sem þar fundust, eru brot af mörgum tré-
diskum og fötum, sem augljóslega eru rennd og minna mjög á rennd
tréílát, sem hér eru til á safninu (t. d. Þjms. 4145, 4146, 4476,
2932 o. fl.) Sjá um þetta Meddelelser om Gronland 88, nr. 2, bls.
138—139, mynd 129 og 133, og 89, nr. 1, bls. 280—81, mynd
174. Þessir grænlenzku hlutir eru frá 13. og 14. öld, og það
má kalla allt að því víst, að þessa tækni hafa Grænlendingar ekki
haft umfram íslendinga, heldur hefur slíkt einnig verið þekkt hér á