Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 68
72 en mistókst þá. Aftur lánaðist vel að stífla þann ós 1924, eins og Djúpós á hina hliðina árið áður. 19. Langhólar. Þeir hafa gleymzt og eru tæplega nefnandi, því að hvorki kann eg að greina staðinn, austarlega á Bakkabæjum, né veit þeirra getið nema í tvö ár. 1861 býr þar Sveinn Magnússon og næsta ár ekkja hans, Ingveldur Jónsdóttir að nafni, með börn. Leifar eyðibýlanna. Fram að síðastu aldamótum hefir nálega öll veggjahleðsla bæjarhúsa á Bakkabæjum verið úr kekkjum og torfi. Hefi ég svo sem ekkert rannsakað þær, enda sést víða lítið eftir eða er yfirgróið. — Á Bakkabæjum hefir aldrei verið sandfok mjög mikið, en þar á móti hafa vötnin gert þar usla afarmikinn, borið sand á engjar, brotið bakka og rifið sig gegn um byggðina í djúpum álum. Þannig t. d. 1808, rétt hjá Eystra-Fróöholti, 12 faðma frá bænum, á sama láglendi. Mætti ýmislegt rita um skemmdir þar og álitsgjörðir á mismunandi tímabilum. En slíku er sleppt hér. Aðeins má geta þess, að skoðunarmenn álsins töldu „aldeilis ógerlegt vera hann að teppa, bæði vegna þess djúps og stóra straums í ósmynninu. En lífshætta íyrir fólkið í bænum, og því brýn þörf að flytja hann“. AÐRIR EYÐIBÆIR 20. Ketilhúshagi (afbakanir: Ketuhrólfs- eða Ketuúlfshagi), Ketla í daglegu tali. Ókunnugt er, hvaða Ketill hefir haft þar beitar- hús — líklegast fyrir naut frá Gunnarsholti, eða Grafarbakka, og þá byggzt seinna en jarðir þær. Styttingin í Ketla hlýtur að vera gömul, svo greinilega sver hún sig í ættina til vors ágæta fornmáls, og finnst svo líka bókfært á síðari tímum. Eigi verður vart við þessa jörð fyrr en á 15. öld. Er hún þá eign dómkirkjunnar í Skálholti og látin í skiptum fyrir Haukholt í Ytra- Hrepp með 5 hundraða milligjöf til Brynjólfs í Tungufelli Eiríks- sonar. En svo verður Halldór ríki í Tungufelli, sonur Brynjólfs, að láta Ketluna aftur til stólsins (Stefáns biskups) 1492, með 6 kvígildum, í sakeyri, og 24 hundruð að auki (Fbrs. VII, 117). Enn hefur Ketla gengið frá stólnum í einhverjum ,,hrossakaupum“, því að Gísli biskup (1558—87) Jónsson kaupir hana 1566 til stólsins (í þriðja sinn) fyrir 10 hundruð í „fríðum peningum“. Hefir þá verið álitin að mati 10 hundruð og eins 1681, en 8 hundruð 1696, 12 hundruð 1803 og 9,9 hundruð 1861, en 800 kr. 1932 og 1400 kr. 1942. Jörð þessi hefir eigi verið stór, en þægileg, hæg og nærtæk, I forngildu jarða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.