Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 64
68 vegu að Ytri Rangá, rétt hjá Kampastaðatjörn (eða vatni?). Sést þar enn fyrir algrónum rústum, því að landið er þar óblásið. Enginn veit um upphaf eða endi þeirrar byggðar og ekki einu sinni fyrir Iveim til þrem öldum meira en þetta: ,,Kampastaðir. Segjast nokkrir heyrt hafa sagt skyldi . . . byggð verið hafa, eður í annan máta sel frá Odda, sést þar og nokkuð til tóttarbrota. Munnmæli eru, að bygðin hafi aflagzt vegna reimleika“. Þá er líka á sama stað (Jarðabók) nefndur Núningur og sagt um hann: ,,Þykjast menn heyrt hafa, þar hafi til forna bær verið, en engin sjást þar merki til. Landplátsið er graslaust með sandi, mold og móklettum, og þar því aldeilis óbyggilegt“. Hvort sem þarna kann nokkru sinni að hafa verið smábýli eða ekki, þá vil ég ekki telja það með eyðibýlum, af þremur ástæðum: 1. Núningur hefir hlotið að vera mjög nærri — ef ekki alveg á sama stáð — og Dvergasteinn. Gæti því og vel verið sama býlið — breytt um nafn? 2. Þar sjást alls engar byggðarleifar, og engar aðrar heim- ildir eða likindi. 3. Nafnið ,,Núningur“ virðist mér líklegast, að dregið sé af einkennilegum uppblæstri þarna á litlum bletti örfoka, og sé því aðeins örnefni, á þeim tíma orðið til. — Heldur vil ég telja einu býli of fátt en of margt. 10. Jónshjáleiga — Tröð? og For? Hún er byggð á sama tímabili og Dvergasteinn, af sama prófasti (Snæbirni Stefánssyni) fyrir miðja 17. öld með sama afgjaldi (3 kvígildi) 80 álnum. Var þar og líkt bú (5 kýr og 90 fjár, hjá Jóni Jónssyni) 1711. Ekki verður nú vitað með vissu, hvar þessi hjáleiga stóð, og ekki heldur Tröð. En þá (1711) hefir verið álitið, að þessi tvö nöfn hefðu verið notuð um sama býlið, því síðara nafnið er í svigum á eftir hinu, og alls engin umsögn fylgir því. Eigi þykir mér ólíklegt, að For sé líka sama býlið, ef ekki beinlínis, þó svo að þau hafi öll staðið við vestur- traðir staðarins og aldrei verið í byggð, nema eitt þeirra í senn, og kemur þá í sama stað niður, sem eitt væri. Þá má líka vel vera, að býli þetta, Jónshjáleiga (Tröð), hafi staðið vestan við mynni sa.-trað- anna, og þá inni á bezta staðartúnmu. Þar er bali, sem eigi er ólíkur rústaleifum, enda gat þar verið nautafjós eða aðrar staðarbyggingar frá fyrri öldum. Oft verður nafnbreyting á smá-kotum, allra helzt þeim, sem aðeins um sinn eru kennd við ábúendur. Það eitt er nú um þetta vitanlegt, að For stóð hátt í slakkanum, við Vindkvörn, vestur frá heimabænum, og að séra Skúli Skúlason lagði býli þetta niður 1888, og flutti þangað fjós og hlöðu, sem áður stóð suður frá bænum, riiðri á flata túninu. En kvígildin þrjú tók prestur heim. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.