Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 65
69 Landskuld hafði verið þar 80 álnir, og ber þetta saman við afgjald Jónshjáleigu. 11. Strympa, Bakrangur. Þótt þetta væru tvö býli og stæðu hvort á sínum stað, tel ég þau eitt býli, því að bæði voru jafnlítil kot, og hið fyrrnefnda mun byggt upp úr hinu, því ekki finnst beggja getið á sama tíma. Þar verður því líka nafnabreyting með stuttri til- færslu bæjarins. Sagt er, að kot þessi hafi ekki fengið annað í Odda- túni en húsagarðinn og kirkjugarðinn. Sjálfsagt hafa þau þó fengið einhverjar engjaslægjur, líkt og öll kotin hin að tiltölu, í hið minnsta hafa Oddaflóðin getað veitt þeim ótakmarkaða slægju, er þau vildu nota.1 Skyldu þar og fóðrast 3 kvígildi og greiðast 60 álna lands- skuld. Bakrangur (líka nefndur Ráðleysa) var byggður að húsabaki, og snéri ,,rangt“ við staðnum; af því kom nafnið. Hvenær byggður, er óvíst, en getið er hans í tíð Gísla próf. Thorarensen um 1797. Ekki er kots þess getið 1791, og er þó líklegast, að það sé byggt vegna eyðingar Dvergasteins, á næstu árum þar á eftir, og vegna kvígild- anna. Árið 1818 leggur Steingrímur próf. Jónsson býli þetta niður vegna aðþrengingar. I bréfi til Geirs biskups telur hann heyskapinn í Odda „framt að þriðjungi minni en verið hefir“. Síðan fékk prófast- ur leyfi biskups til að selja 7 kirkjukvígildi, er hann hefði orðið að taka heim af jörðum kirkjunnar, vegna skemmda. — Þverá var um þetta bil að spilla Oddaengjum og brjóta ,,Eyrar“ í eyjar. Strympa reis þó brátt upp af moldum Bakrangs, og lifði góðu lífi, unz Ásmundur prófastur Jónsson jarðsöng hana 1872, þannig, að hún skyldi ekki af jörðu upp aftur rísa. Bær sá var byggður vest- ur frá staðarbænum og hærra en hann. Hefir því álengdar litið út líkt og strompur á helli á Vinkvarnarhæðinni, og sennilega borið nafn af því. 12. Kumbli, var ein af þeim fjórum hjáleigum, sem Snæbjörn prófastur lét byggja utan um tún sitt í Odda. — Tvær eru áður nefndar, og fjórða var Langekra, sem enn er í byggð. Bærinn stóð á lágri hæð austast í túninu, hafði nokkuð stórt og gott tún og var eitt 1) Svo víðlend eru Oddaflóð og mikil slægja í þeim, að ekki hafa þau verið teiglögð í mannaminnum, nema sumarið 1881. Og þá af tvennum ástæð- um: 1. Af grasleysisneyð sóttu heyskap þangað menn af fjölda bæja og allt ofan frá efstu bæjum Rangárvalla. 2. Eftir gaddaveturinn mikla, fór fekki klakinn úr flóðunum þá um sumarið. Mátti um sláttinn teyma hest á klakanum í vatninu (líklega milli hnés og kviðar), þar sem á þíðu var alófært. Þrátt fyrir klakann, voru flóðin vel sprottin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.