Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 76
GAMALL ÍSLENZKUR RENNIBEKKUR Eftir Kristján Eldjárn. I Strandamannabók Péturs Jónssonar frá Stökkum, Reykjavík 1947, er þáttur um reka á Ströndum og hagnýtingu hans og allítar- lega skýrt frá smíðum manna þar í sýslu, m. a. rennismíði. Hinn frumstæði rennibekkur, sem vitað er, að notaður var við þessar smíðar, er nú enginn til, hvorki á safni né í eigu manna úti á landi, að því er bezt verður vitað, og því hefur Pétur Jónsson komið eftir- farandi orðsendingu inn í bók sína (bls. 150): ,,/Eskilegt væri, að eftirlíking eins slíks rennibekks yrði smíðuð eftir fyrirsögn einhvers, sem hefði séð hann, og yrði henni svo komið á Þjóðminjasafn vort, meðan enn er tími til“. Við þessum tilmælum hefur gamall þjóðhagasmiður, Jens Jóns- son frá Smiðjuvík í Grunnavíkurhreppi, nú á Stekkjum í Hnífsdal, orðið vel og dyggilega. Jens er nú háaldraður maður, en var talinn listasmiður, og eru margir hlutir til eftir hann vestra, einkum á Isa- firði, og er margt af því líkingar af gömlum búsáhöldum. Veturinn 1948—49 smíðaði hann líkan af hinum gamla rennibekk og sendi Þjóðminjasafninu að gjöf (kom 12. 5. 1949). Fyrir um það bil 65 árum, þegar Jens var 10—12 ára, sá hann rennibekkinn fyrst, hjá Benedikt Hermannssyni, bónda í Reykjarfirði við Geirhólm.1 Benedikt hafði verið vinnumaður að Horni hjá Stíg 1) Hans Kuhn sá þennan bekk Benedikts Hermannssonar í Reykjarfirði 1927. Hann sagði Matthíasi Þórðarsyni frá honum, og skrifaði Matthias ekkju Benedikts, Ketilríði Jóhannesdóttur, 5. 11. 1927 og falaði bekkinn. Ketilríður svaraði 16. 2. 1928 og kvað bekkinn svo mjög eyðilagðan, að hann yrði ekki með nokkru móti látinn á safn. Þegar ég kom í Reykjar- fjörð 2. júlí 1953 tókst ekki að hafa upp á neinu úr bekknum nema einu járni, sem honum hafði fylgt. En vel mundu hjónin í Reykjarfirði eftir bekknum, enda húsfreyjan dóttir Benedikts og húsbóndinn, Jakob Kristjáns-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.