Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 42
46 austanverðu nema 84 faðma heim að bænum, flúði fólkið bæinn, af ótta við innilokun í nýja brunanum. Var þá í skyndi safnað mönn- um og hestum út um sveitina og búslóðin öll flutt í burtu, eftir þriggja vikna aðrennsli, 23. september, rofin hús og trjáviðir með öðru nýtilegu tekið með. Arni Guðmundsson á Keldum (síðar hreppstjóri á Reynifelli) var við flutninginn, og sagði svo frá, að þá hefði hraun- leðjan verið farin að storkna öll að ofan, en sprungið samt og sigið undan hallanum með Ieðjunni óstorknuðu, er undir var. Fór þó að síðustu svo hægt, að ekki munaði nema nokkrum föðmum á dag eða jafnvel fetum síðast. Og stöðvaðist alveg neðan við túnið, en lokaði ekki leið að því. Þótt hraunið væri dökkleitt álengdar í dagsbirtu, þá glórði það allt ofan í, er nær var komið, og því fjær sást þetta og skærar, sem meira tók að dimma á kvöldin. Lagði þá líka svo megn- an hita frá hrauninu, að ekki þoldu menn að ganga alveg að því, nema að síðustu við neðsta og lægsta hraunnefið. Sagðist Árni hafa af rælni tekið langa járnstöng og rekið þar annan endann inn á milli steina, og hefði þá endinn orðið hvítglóandi á augabragði. Nœfurholt II. — Nefna má Næfurholt II., þótt eyðibýla-númerið eigi þar ekki heima, heldur á Hálsi. — Þrátt fyrir flótta og niðurrif bæjarins í Næfurholti 1845 var jörðin ekki yfirgefin. Þótt mikið nokkuð sé enn eftir af gamla túninu og slegið í því árlega, síðan það var girt, er þar ekki byggilegt sökum vatnsleysis. Flutt var þá þegar að, og síðan tekið til að byggja upp betri bæ á gömlu afbýli, sem hét Háls1 og hafði þá verið 1 ár í eyði, og fljótt var það skírt upp og nefnt Næfurholt.2 Staður sá á fjallsrótum Bjól- fells, austast að norðanverðu, fast við háa og snarbratta fjallshlíðina, og á þriðja km ssv. frá gamla bænum. Grætt var þar upp tún eigi alllítið og grjóti girt á síðari tímum. En klettótt er það, sökum hruns úr fjallinu, sem reynzt hefir mjög hættulegt. Sagt er t. d., að eitt sinn hafi klettur skotizt inn í baðstofu, gegnum gaflhlaðið, án þess þó að særa fólk. Oðru sinni brá á leik bjarg allmikið, hoppaði yfir 1) Sumir hafa haldið, að þarna væri Þórunnarháls, bæjarstæði land- námskonunnar. En það er fjarstæða. Háls er aðeins lítið kot síðustu alda. Og ekki tekur tali, að svo göfug og stórhuga kona, með slíku feikna land- rými, hafi byggt bæ sinn á því „russubaki Kára“, þar sem aldrei getur sézt sól í 18 vikur fyrir fjallinu, sem er 443 m hátt, í vetrarskammdegi, og að- eins fyrir sólarlag um mánuði að auki. 2) Bæjarnöfnin hafa þó blandazt saman fyrstu árin; sem dæmi má geta þess, að í húsvitjunarbók 1849 er fyrst ritað Háls, en yfirstrikað og breytt í Næfurholt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.