Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 50
54 fóðrast 1 kýr og vetrungur. „Skóg á jörðin, sem brúkast til kolagjörðar, eldingar og fyrir pening til léttis við hey. Slægjur eru engar utan túns. Hagar mjög litlir“. Egi er rétt nú á dögum að kalla hagana litla, þeir eru fremur víðlendir og góðir, en skógur kann að vera minni en 1711, þó er skógarblettur á fögrum stað í góðu skjóli og í vexti, með gætilegri að- hlynningu og góðum áhuga bóndans. Húsrúst fágœt. Ekki munu nú sjást eða þekkjast neinar fornaldar- rústir austan Bjólfells, nema aðeins af einu stóru húsi. Hún er norð- austan undir Austurbrekkum svonefndum, á berum mel, sem er ával- ur og mikill um sig, en ekki hár. Brekkur eru þar brattar og háar, hæði að sv. og sunnanverðu og líka í nv., en geil á milli, er Tindgil mun heita. Fyrir norður- og na.-átt tekur svo við brún hraunsins fyrr- nefnda. Þarna um ölduna og austur frá henni er dalur langur milli hrauns og hlíðar. Austarlega í þeim dal er stöðuvatn, ekki stórt, sem Selvatn heitir. Þar er gras umhverfis og fuglalíf. Nafn vatnsins sýnist benda á selstöðu, en hvaðan eða hvenær, mun enginn geta sagt með vissu, og engar leifar slíkra bygginga sjást þar í nánd. Nú er svæði þetta þó talið í Næfurholtslandi. Mold er undir rústinni á melunum, og sést af því, að húsið hefir verið byggt á gróinni jörð. Hefir það verið eitt mikið og langt hús, til na.- og s.-áttar, og er nú í litlum halla til suðurs. Grjót er þar svo mikið, að veggir inni hafa verið byggðir úr grjóti að mestu eða öllu leyti, og allt er það aðflutt, því að eng- inn steinn sést þar á melöldunni umhverfis. En af undanblæstri er það nú svo hrunið út, mest til beggja hliða og í suðurendann, að þess er enginn kostur að mæla stærðina. En dálitla eldri hjálp hefir maður þó við að styðjast. Bóndinn í Haukadal, Magnús Runólfsson, reiddi mig upp eftir og að Hekluhrauninu nýja (20. 6. 1947). Hann sagði, eftir Árna bónda Hannessyni í Helli í Landi, sem var fæddur 1873 og alinn upp í Haukadal, að á æskuárum Árna hefði þessi eina hús- rúst sést vel, verið með gróðri inni og í skjóli vesturhlíðar. Hefði hon- um mælzt tóttin 80 fet á lengd, en víddina mundi Magnús ekki. Líka hefðu þá auðsjáanlega verið dyr á báðum endum. Þótt grjótdreifin nái nú yfir nærri 20 faðma, bæði á lengd og breidd, held ég, eftir halla og afstöðu, að þessi mikla lengd, 80 fet, geti varla verið svo mikil að réttu máli. Er hræddur um annað hvort misminni eða mæling með unglingsfótum. Gæti trúað máli að 60 íetum (18.6 m), en varla meira, og ógerlegt er nú að geta til um vídd hússins. Engin líkindi sjást til milliveggjar í húsinu, þótt líkara virðist, að því væri tvískipt (með þili?), svo löngu húsi, með dyrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.