Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 46
50 þessu: „Breiðholt. Er fyrst byggt fyrir 20 árum eða þar um. Bygg- ingin varaði fá ár. Landskuld minnir menn XXX álnir. Kann ekki aftur að byggjast, því að heyskapur er enginn“. Þótt Breiðholt hafi vafalaust verið þakið skógi á fyrri öldum, er það nú gróðursnautt að ofanverðu og alveg skóglaust að sunnan- og austanverðu. En vest- norðan í því er dálítið skógarkjarr. Aldrei mun þó hafa blásið upp jarðvegur þar sem kotið stóð. En á 18. öldinni hafa verið byggð fjárhús og stekkur, þar sem kotið stóð, og sjást þar því ekki rústa- leifar, er í frásögu sé færandi. Brynjólfur Jónsson telur þó (1898), að fyrir „neðan brekkuna“ sé „forn garður, sem líklegt er, að sé tún- garður“. — En ekki sá ég hann eða mundi eftir þessu, í hraðri um- ferð þar. Nýbýli. Hér skal því skotið inn í eyðibýlin, að á þessum slóðum, neðan- við Breiðholt nyrzt að austanverðu, rétt sunnan við Næfurholtslækinn, var byggt nýbýli 1943. Býlið heitir Hólar og er kennt við hóla tvo þar uppi í Holtinu. Bóndinn, sem þar býr og byggði, heitir Haraldur Runólfs- son frá Kirkjunesi í Holtum (bróðir Magnúsar í Haukadal). Kona hans er Guðrún L. Ófeigsdóttir Ófeigssonar, bónda í Næfurholti. — Bærinn er snotur, 4 hús í röð með strandþiljum, 2 húsin eru hlaðin úr steyptum stein- um. Dugnaður og shyrtimennska haldast þar í hendur. Jafnframt vil ég geta þess, að ofurlítið neðar fyrir norðan lækinn eru klettahamrar, og í sandi sunnan undir þiæmur þeirra eru kartöflugarðar, hlaðnir úr grjóti á síðustu áratugum.1 — Nefni ég þetta til þess að eng- inn álíti síðar, að þarna séu fornmannaverk. Frá þessum stað mun lækurinn nefndur venjulega Hraunteigslækur, því að úr því rennur hann með Hraunteig að sunnanverðu, vestur í Rangá. Neðan við nefnda kletta er hlið á girðingunni um Hraunteig. Á því svæði hefir blásið upp dálítið af skóglendinu í hrauni þar, og sjást enn skógar- rætur út úr fáeinum bakkabrotum. En vegna örfoka að miklu leyti og girð- ingar og aðgæzlu, er þetta nú orðið hættulaust. — Milli klettahrauns þessa að vestan og heiðar og Vesturáss að austan, er nokkuð breitt og langt flat- iendi, hefur og gamla jarðveginn blásið upp. Þar að neðanverðu hafði lengi staðið stök torfa, er hét Kolatorfa, sennilega af því, að þar á slétt- unni hefir verið gert til kola, meðan skógarnir voru á báðar hliðar. Torfan var að síðustu orðin mjög há, og féll alveg á þessari öld. En lengi hefir hún sáð fræi út frá sér, svo að þar er nú gróið aftur í hring og blettur mýrlendur. 1) Um þetta hefi ég rætt í Sögu Eyrarbakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.