Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 46
50
þessu: „Breiðholt. Er fyrst byggt fyrir 20 árum eða þar um. Bygg-
ingin varaði fá ár. Landskuld minnir menn XXX álnir. Kann ekki
aftur að byggjast, því að heyskapur er enginn“. Þótt Breiðholt hafi
vafalaust verið þakið skógi á fyrri öldum, er það nú gróðursnautt
að ofanverðu og alveg skóglaust að sunnan- og austanverðu. En vest-
norðan í því er dálítið skógarkjarr. Aldrei mun þó hafa blásið upp
jarðvegur þar sem kotið stóð. En á 18. öldinni hafa verið byggð
fjárhús og stekkur, þar sem kotið stóð, og sjást þar því ekki rústa-
leifar, er í frásögu sé færandi. Brynjólfur Jónsson telur þó (1898),
að fyrir „neðan brekkuna“ sé „forn garður, sem líklegt er, að sé tún-
garður“. — En ekki sá ég hann eða mundi eftir þessu, í hraðri um-
ferð þar.
Nýbýli. Hér skal því skotið inn í eyðibýlin, að á þessum slóðum, neðan-
við Breiðholt nyrzt að austanverðu, rétt sunnan við Næfurholtslækinn,
var byggt nýbýli 1943. Býlið heitir Hólar og er kennt við hóla tvo þar
uppi í Holtinu. Bóndinn, sem þar býr og byggði, heitir Haraldur Runólfs-
son frá Kirkjunesi í Holtum (bróðir Magnúsar í Haukadal). Kona hans
er Guðrún L. Ófeigsdóttir Ófeigssonar, bónda í Næfurholti. — Bærinn er
snotur, 4 hús í röð með strandþiljum, 2 húsin eru hlaðin úr steyptum stein-
um. Dugnaður og shyrtimennska haldast þar í hendur.
Jafnframt vil ég geta þess, að ofurlítið neðar fyrir norðan lækinn eru
klettahamrar, og í sandi sunnan undir þiæmur þeirra eru kartöflugarðar,
hlaðnir úr grjóti á síðustu áratugum.1 — Nefni ég þetta til þess að eng-
inn álíti síðar, að þarna séu fornmannaverk.
Frá þessum stað mun lækurinn nefndur venjulega Hraunteigslækur, því
að úr því rennur hann með Hraunteig að sunnanverðu, vestur í Rangá.
Neðan við nefnda kletta er hlið á girðingunni um Hraunteig. Á því svæði
hefir blásið upp dálítið af skóglendinu í hrauni þar, og sjást enn skógar-
rætur út úr fáeinum bakkabrotum. En vegna örfoka að miklu leyti og girð-
ingar og aðgæzlu, er þetta nú orðið hættulaust. — Milli klettahrauns þessa
að vestan og heiðar og Vesturáss að austan, er nokkuð breitt og langt flat-
iendi, hefur og gamla jarðveginn blásið upp. Þar að neðanverðu hafði
lengi staðið stök torfa, er hét Kolatorfa, sennilega af því, að þar á slétt-
unni hefir verið gert til kola, meðan skógarnir voru á báðar hliðar. Torfan
var að síðustu orðin mjög há, og féll alveg á þessari öld. En lengi hefir
hún sáð fræi út frá sér, svo að þar er nú gróið aftur í hring og blettur
mýrlendur.
1) Um þetta hefi ég rætt í Sögu Eyrarbakka.