Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 62
66 1861 er jörðin þó talin 8,3 hundruð, en 1885 ekki nema 1 hundrað. Svo 1942 800 kr. og húsin þá 2500 kr. Loks var Strönd talin fara algjört í eyði 1882. Bóndinn þar, Jón Þórðarson (faðir Jóhanns í Koti o. fl.), flúði að Gerði í Hvolhreppi, en þaðan árið eftir að Árbæ á Rangárvöllum og var þar líka síðasti ábúandi, eins og áður er sagt. Nýja sagan. Ekki hafa jarðarhús Oddastaðar á Strönd verið mjög kostuleg. Þau seldust eftir auðnina fyrir 17 krónur og 90 aura. Við jarðamatið löggilta 1922 er gefin þessi lýsing af Syðri-Strönd: ,,Er nú allt land jarðarinnar uppblásið, nema túnið og lítið eitt út frá því. Er það nú girt og notað til beitar fyrir hross“. Séra Skúli í Odda girti þar og notaði fyrir ær á vorin, til slægna á sumrin og fyrir hross á haustin. I jarðamatinu löggilta 1932 er landverðið talið 600 kr. virði og er þá leigt hreppnum til afnota. — Eftir það keypti hrepps- félagið jörðina, byggði þar steinsteypt hús fyrir heimavistarbarna- skóla, þinghús og fundarhús (1933). Einnig er þar íbúðarhús fyrir skólastjóra, símstöð og póstafgreiðsla. Bygging þessi er á túninu, sem bærinn stóð á, en ekkert sést nú eftir af honum. Strandarhúsið er á háum stað austan við þjóðbraut- ina og sést úr fjarlægð. Utsýni er mikið og fagurt í allar áttir, en dökkur blettur í þeirri prýði er þó sandflæmið mikla (Hofssandur) um langa leið fyrir na. til suðuráttar, og er betra að vera nokkuð háleitur í þær áttir, því að fögur er yfirbyggingin. Samt geta augun líka hvílzt á næstu grösum austan við túnið; þar eru Strandabætur og Síkið á milli, og eins Efri Strandarhóllinn og túnið þar norðaustur- undan. Nú á síðari árum hefir líka verið byggt sérstakt býli vestast á tún- inu rétt við veginn. 8. Lambhagi. Tel ég hann hér á sama hátt og Syðri Strönd í 2. flokki, vegna þess að í eyði hefir jörð sú legið um sinn og bærinn færður úr stað að líkindum. (Sbr. hjáleiguna). Lambhagi er vestan við Síkið, 2 km sv. frá Syðri Strönd og 3 km austur frá Odda eða þar um bil. Byggð er þar komin fyrir 1270, en hefir varla getað verið víðlend jörð og þó notadrjúg vegna góðra slægna. Hefir og verið talin 20 hundruð að upphafi, en í jarðamati 1681 ekki nema 10 hundruð, sökum ágangs og eyðingar hjáleigunnar. En furðuleg breyting er það, að eftir 8 ár er jörðin aftur talin 20 hundruð og eins 1696, og þó leggst hún í eyði 8 árum síðar, 1704. Lýsingin er ekki fögur 1711: „Lagðist í eyði fyrir 7 árum af sandblástri ... Tún allt og tóttir þar bærinn stóð er kafið sandi. Engjar eru stórum af sandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.