Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 24
28 Bæirnir voru tveir, á hlýlegum stað sunnan í nefinu, og milli bæjanna aðeins nokkur hundruð metrar, svo að líklegt er, að túnin hafi legið alveg saman. Nú er þarna gróðurlaust hraun og sandur þar, sem áður var slægja og reiðingsmýri. Sandurinn hefir fyllt lækinn öðru hvoru og flæmt hann út um flatlendið. Eigi að síður hefir hann hlíft holti því, er hann rennur norðan við og Bitholt heitir. Er það eins og lítil hvanngræn bót á stóru svörtu fati, seigt til beitar og jafnvel eitt- hvað til slægna í góðum árum. A vesturbýlinu bjó Bjarni Halldórsson, forfaðir Víkingslækjarætt- ar, árin 1730 til dauðadags 1757 (áður 19 ár á Rauðnefsstöðum og fyrst með móður sinni á Stokkalæk, fæddur í Klofa á Landi 1679). Kona hans, Guðríður Eyjólfsdóttir, var af göfugum ættum (Sýslu- mannaæfir IV, 445). Áttu þau 17 börn, og margir niðjar þeirra í 1.—4. lið urðu hreppstjórar á Rangárvöllum. Ættir eru raktar frá 10 sonum þeirra og 1 dóttur. Nýbýlin. Loftur, sonur Bjarna, bjó eftir hann á vesturbýlinu í 27 ár eða til 1784. Byggði þá nýbýli á útjaðri landsins við Rangá. Bæ- inn nefndi hann Kaldbak eins og bali sá hét, er hann byggði á. Þar bjó hann í 24 ár. Þrátt fyrir brottflutning Lofts, voru tveir bændur og síðast einn eftir á Víkingslæk um 28 ár eða til 1812. Þá fór þaðan að síðustu Magnús Björnsson, Ólafssonar sama stað, og flutti að Næfurholti eitt ár, en svo að Bolholti. Hann var faðir Kristínar konu Brynjólfs bónda í Bolholti (d. 1878). En hann var sonur Brynjólfs Jónssonar þess, er árið 1811 byggði annað nýbýli á útjaðri Víkingslækjar á sjálfu Þingholtinu, sem fyrr og síðar heitir á Þingskálum. Voru þar þá enn sýnilegar fjöldamargar búðarústir, um 100 telur ein heimild- in, og þá sennilega þar með smákompur, er þar kunna að hafa verið.1 Enn eru þau byggð þessi býli bæði. Rústirnar. Rústir gömlu býlanna eru nú svo gjörblásnar og út- velt hleðslugrjótið, að þar verður ekkert mælt. Vestra býlið hefir 1) Jón Sigurðsson 4to 120, bls. 213. Sbr. Árbók Fornleifafélagsins 1888, bls. 54—60. Þar lýsir Sigurður Vigfússon fornfræðingur 36 eða 37 búða- rústum, flestar þeirra 30—60 feta langar og breiðar að sama skapi. Saman- ber og lýsing þingstaðar og uppdrátt Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Forn- leifafélagsins 1898, bls. 13 og 48. — Á Þingskálum voru háð þriggja hreppa þing langt fram á 18. öld. Hengdir voru þar bræður tveir, Þórður og Ög- mundur Bjarnasynir, árið 1743 eða 44, fyrir fjárstuld m. a. og útilegu einn vetur í Þjófahelli na. í Þríhyrningi. Þetta mun vera eitt af síðustu, ef ekki síðasta líflát þar. En um 1750 voru hengdir 2 menn á Lambeyjar- þingi í Fljótshlíð (J. S. sama, 222).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.