Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 83
FUNDINN FORN SILFURSJÓÐUR
I KETU Á SKAGA
Fornir silfurfundir eru afar fátíðir á íslandi. Stærstur peninga-
funda er silfursjóðurinn frá Gaulverjabæ, sem ég skrifaði ítarlega
um í Nordisk numismatisk ársskrift 1948. Jafnframt birti ég þá yfir-
lit yfir aðra forna íslenzka peningafundi, sem raunar eru bæði fáir
og smáir. Sjóðir með gangsilfri, brotasilfri, eru þó enn fátíðari, því
að hingað til hefur oss aðeins verið kunnugt um einn, nefnilega silfur-
sjóðinn frá Sandmúla í Suður-Þingeyjarsýslu. Um þennan sjóð hefur
Matthías Þórðarson skrifað í Árbók fornleifafélagsins 1909. Silfrið
vegur 304 gr og er að samsetningi til venjulegt meðal sjóða frá vík-
ingaöld, sundurklipptir hringar og stengur og brot af vönduðum
skartgripum. Engir peningar voru þar, en Gaulverjabæjarsjóðurinn
aftur á móti var einvörðungu peningar, flestir enskir og þýzkir, en
nokkrir arabiskir, danskir og sænskir.
Árið 1952 bættist Þjóðminjasafninu nýr silfurfundur, sem í eru
bæði peningar og brotasilfur. Þykir mér rétt að geta þessa fundar og
birta af honum mynd í Árbók, en áður hef ég um hann skrifað í
Nordisk numismatisk unions medlemsblad 1953. — Þessi sjóður er
frá Ketu, Skefilsstaðahreppi, Skagafirði, og kom á safnið 13. 12.
1952.
Um fundaratburði kemst Gunnsteinn Steinsson á Hrauni á Skaga
m. a. svo að orði í bréfi til mín:
,,Þann 1. nóv. síðastliðinn (1952) fann ég undirritaður ásamt
tveimur bræðrum mínum dálítið af silfri grafið djúpt í jörðu. Atvik
að fundi þessum eru þau, er nú skal greina: Á síðastliðnu ári keypti
ég hálfa jörðina Ketu á Skaga, sem er og mun lengi hafa verið
kirkjustaður. Jörðin hafði þá verið í eyði í 9 ár og voru öll hús jarð-
arinnar fallin og niðurnídd. í ágúst í sumar sem leið fékk ég jarðýtu
til að grafa fyrir grunni að væntanlegu íbúðarhúsi, en nú í haust hef