Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 15
19 í landi þess að fornu fari. Heyrzt hefur líka, að eitt sinn hafi þar átt að vera bær. En eftir skoðun þar 1946 þori ég ekki að taka það upp í tölu eyðibýlanna, með því líka að engar heimildir finnast fyi'ir því, og hvorki Brynjúlfur Jónsson né Skúli á Keldum nefna það í eyðibýlatali sínu. — Norðaustast á Vallarholti sjást að vísu grjótdreifar úr tveimur nálægum, stökum kofum (ca. 9X12 fet), sem mér þykir vera líklegri úr fjárborgum en bæjarrústum. Er og hentugra fjárhúsastæði en bæjar, áveðra, þar sem ekki fennir að í landnyrðingsbyljum. En bæir allir á Rangárvöllum hafa verið settir sunnan til á hæðir og brúnir eða framan við þær, þar sem svo hagar til, að þess væri kostur. Ekki sést nú þarna neinn vottur til girð- inga, og ekki heldur fyrir náttúrulegu vatnsbóli þar nærlendis. Og hafi brunnur verið þar er hann alveg horfinn. Hins vegar er þó ekki alveg óhugsandi, að upp úr litlu og skammvinnu kotbýli hafi síðar verið byggð- ar fjárborgir. Og ekki heldur hitt, að kotrústir einhverjar kunni að dylj- ast undir sandi og blöðkuhólum, sem nú eru á holtinu víðsvegar. 61. Heiði I. Vafalaust mjög gamalt býli, þó að ekki finnist nafn þess fyrr en á 14. öld, og þá einungis í máldögum Gunnars- bolts, 1332 og 1396, vegna þess að þá var bænahús á Heiði. Um það er ekkert meira vitanlegt, en þó vafalaust eyðilagt fyrir siðabreyt- inguna um miðja 16. öld. Jörðin hefur lengi verið í betra lagi meðaljörð og átt heiðarland mikið að Ytri Rangá, milli Víkingslækjar ofar og Geldingalækjar neðar með ánni. Mikið af landinu var skjólarík hraunheiði, með hrísi og víði. En líka holt og láglendi neðan hraunsins og nær ánni, að nokkru mýrlent og því sennilega slægjur nokkrar. Nú er megin hluti landsins örfoka hraun og sandar, en þó með talsverðum endur- gróðri. Methafi er jörð þessi í bæjarflutningi á Rangárvöllum, því að nú er bærinn á 5. staðnum. Og líklega annað fjöldamat í breyting jarðamatsins, svo sem nú skal sýnt með tölum: Arið 1681 20 hundr- uð, 1696 10 hundruð, 1781 I2V2 hundrað, 1803 12 hundruð, 1861 15,6 hundruð, 1885 10 hundruð, 1922 jarðarverð 2300 kr., 1932 3600 kr. og 1942 5100 kr. Heiði var stólsjörð, seld 1798 fyrir 76 V2 ríkisdal. Lýsing jarðarinnar 1711 er á þessa leið: Á túnið fýkur sandur og vikur og spillir því mikið. Högum grandar og stórum sandfjúk. Torf- rista er slæm og næsta óbrúkleg af sandi. Jörðin liggur undir mikl- um spjöllum. Heyskap sækir ábúandinn til Kýraugastaða (á Landi) og betalar 5 álnir fyrir 15 hesta. Fóðrast á heyjum 3 kýr og vetrung- ur. Bóndinn (Hallvarður Teitsswn) hefur mátt íækja að mikinn hey-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.