Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 85
89 andi kirkjugarð og undir eldhúsi og öðrum framhýsum bæjar þess, er síðast stóð í Ketu“. Við bessa skilmerkilegu fundarlýsingu Gunnsteins Steinssonar er raunar engu að bæta. Því miður sendi hann ekki sýnishorn af bein- unum, en hafi hann rétt fyrir sér, að þar sé um mannabein að ræða, verður að ætla, að kirkjugarðurinn hafi eitt sinn náð lengra norður en hann gerir nú og bærinn seinna að nokkru byggður þar sem áður hafði verið kirkjugarður. Benda má á, að sjóðurinn frá Gaulverja- bæ fannst einnig rétt við kirkjugarðinn þar, þó að varlega sé ætlandi, að nokkurt innra samband sé milli silfurs og kirkjugarðs. Sjóðurinn frá Ketu vegur 135 gr. Eins og myndin sýnir, eru í hon- um litlar stengur, sívalar eða strendar, sumar samanbeygðar, aðrar snúnar, silfurþynnur með slegnum punktum og þríhyrningum og loks sex brot aí silfurpeningum; tvö þeirra eiga saman. A sumu af silfrinu er grænt hrúður, en mest af því er fagurt. Brotið efst til hægri er ber- sýnilega úr hring af hringnál (dálki) af víkingaaldargerð, sem al- geng er í silfurfundum. (Sjá t. d. M. Stenberger: Die Schatzfunde Gotlands der Wikingerzeit, mynd 110,1). Önnur brot eru af armbaug- um af venjulegri gerð með slegnum þríhyrningum og deplum. Pen- ingabrotin eru eins og hér segir, að svo miklu leyti sem þau verða skilgreind: Þýzkaland (Saxland) Otto-Adelheid 1. ATEHLHT kirkja) (-D-IGR-A(-REX) kross með ODDO í hornunum. Óheill. Sbr. Dannenberg 1167. 1,24 g. Kalífaríkið. 2. Dirhem, óheill. Samaniðafurstinn Nasr ibn Ahmed 913—942 og Al-Muktadir kalífi, 908—932. 1,67 g. 3.-4. Dirhem, tvö brot af sama peningi, sem hefur verið beygður saman. Óskilgreinanleg. 0,81—0,60 g. 5. Dirhem, brot, óskilgreinanlegt. 0,58 g. 6. Dirhem, brot, óskilgreinanlegt. 0,29 g. Otto-Adelheid-peningurinn bendir til þess, að Ketusilfrið muni vera um það bil frá sama tíma og sjóðurinn frá Gaulverjabæ, frá tíma- bilinu um 1000. Sennilega hefur það verið grafið í jörðu á fyrstu ára- tugum 11. aldar. Engin vitneskja er um landnám í Ketu eða ábú- endur þar á söguöld. K. E.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.