Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 53
57 Heklu. Er þá um sinn farið eftir eða við lítinn lækjarfarveg, langt austur frá Selsundi. Lækur sá hverfur undir hraunið, en mun koma fram löngu neðar, vestan undir hraunnefi (Flekkunefi, nýlegt nafn?) með útkomu Selsudslækjar. Einhvers staðar þarna upp frá, móts við sama lækinn, er talið að Stóriskógur hafi átt að vera. 79. Litliskógur. Hann er talinn eiga heima löngum kipp neðar, austan við hraunsnefið nýnefnda. Býli þessi bæði virðast því hafa átt vatnsból í sama læknum, og ekki verið langt upp í hrauninu. Hraun- ið gat þó líka hrundið læknum frá sér. Hraun þetta er varla yngra en frá 12. öld. Um trjávöxtinn í Litlaskógi segir Skúli Guðímunds- son (f. 1862): ,,í þeim skógi voru í mínu minni stórar og gildar hríslur, kolskógur, raftviður, 2—3 mannhæðir og þó minni innan- um, en því miður höggvinn mjög, því að hægt var að ná til hans. Hefir það eflaust flýtt fyrir blástri“. Sandur frá melum þar og viðar- kal hefur svo hjálpað til að eyða þarna drjúgum skógarbletti, um brúnir þessar og upp í hraunið. Uppblásturinn er þar þó ekki mikill eða hættulegur nú orðið, enda er skógur mikili þar lengra uppi í hrauninu. — Svona hávaxinn skógur á 19. öld andar gegn því, að forðum héti þar Litliskógur vegna lítils trjávaxtar. Athugasemd. Nú er búið að fara hringferð langa og krókótta um Rang- árvelli alla, og nema staðar við rústir og nöfn 79 eyðibæja. Og er nú að- eins Selsundsfjall á milli að upphafsstaðnum: Skarði enu eystra. Enda- stöðvum þessum til samtengingar, vil eg nú enn gera dálitla athugasemd um nafnið og býlið. Selsund. Meginhluti beitarlands í Skarði, heima við og sunnan Skarðs- fjalls, hefir verið þakinn skógi. Þar hefir því verið erfitt að gæta bú- smala á sumrum. Þegar Svartahraun rann, hefir myndazt sundið milli hrauns og hlíðar. Ætla má, að í sundi þessu og einkum flötunum hjá Sel- sundi og þaðan vestureftir væri gott beitarland, en lítill skógur, eða kjarr einungis, aðhald að mestu öruggt til beggja hliða fyrir kýr og auðvelt að sjá yfir aðalsvæðið. Af þessum ástæðum geri ég ráð fyrir, að þarna hafi verið sett sel frá Skarði, og að þannig sé orðið til Selsundsnafnið, þegar bær var byggður þar upp úr selinu. Sjálfstætt býli og bújörð í Selsundi ætti því varla að geta verið eldri en frá miðri 15. öld, eftir áður sögðu um eyðing Skarðs (Árb. 1949—50, bls. 121 o. áfr.), enda finnst Selsunds aldrei getið í fornum heimildum. Og enga slíka þekki ég eldri en Jarðabók 1681. Þar er jörðin talin 13% hundruð, en 1696 ekki nema 9 hundruð og 1803 5 hundruð, svo 1862 er matið orðið 15,9 hundrað, og er þetta allmikið breytilegt. Árið 1922 1700 kr., en 1942 ekki nema 1500 kr. Lýsing jarðarinnar 1711 er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.