Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 8
12 inum, sumir þeirra eða brot af þeim jafnvel notað til hleðslu í bæjar- kampa. Var það trú sumra að af þessu, ásamt fleira kæruleysi, stöfuðu ýmisleg óhöpp, sem þar steðjuðu að, bæði á fólki og fénaði. — En slíkt á ekki heima hér, og verður því ekki lýst nánar. 54. Gunnarsholtshjáleiga vestri. Enginn veit upphaf þess bæjar, en hann stóð vestast á túni gamla Gunnarsholts, og var um 40 fm. milli bæja. Talið var býlið að mati 5 hundruð, og þó með 60 álna landskuld og 2 kvígildum 1711, eða réttum helmingi meira en algengt var á 5 hundruðum á 19. öld. Jarðabókin gamla nefnir ekki spjöllin þar sérstaklega, því að þau hlutu að vera sameiginleg með höfuðbólinu. Slægjulaust utan túns, blástur í högum og hætta af lækjum. Þó er þar þá fénaður þessi, 2 kýr, vetrungur, 35 kindur og 4 hross. Arið 1803 er landskuldin ekki orðin nema 26 álnir. Eyðing túns og bæjar hefur orðið eins og í Gunnarsholti, nema heldur fyrr, því að sandjaðar vesturgárans náði þar föstum tökum nokkru áður, svo að hjáleigan lagðist alveg í eyði 1829. Þaðan flutti þá Hannes Bjarnason (29 ára) með konu og 3 börn, að Stórholti á Bakka- bæjum. Torfa stóð eftir af túninu, er var slegin sum árin á 19. öld, og lauf- slægja fyrr, þar sem nú eru berir melar. Nú sést aðeins hálfgróin rústabunga eftir af býlinu og vottur af 1 hústótt, 4 m. á lengd. 55. Gunnarsholtshjáleiga eystri. Staðið hefir hún sunnan í sama holti og hin býlin, en líklega laust fyrir austan heimatúnið, því að þar er drjúgur spölur milli. Grjótbunga lík og í hinni hjá- leigunni, en hér er samfelldari gróður niður að læknum. Lítil rúst er þar austan við og þurr vatnsrás milli. Hjáleiga þessi hefur verið minni en hin, síðast a. m. k., með 30 álna landskuld og 1 kvígildi. Lögð var hún til hcfuðbólsins um 1694, fremur af þörf þess en fullri eyðingu þá af sandi, og var túnið notað til slægna. Enda hafði kot þetta verið óbyggt öðru hvoru áður. ,,Hús öll eru affallin og í burtu“, er sagt 1711, eins og íleira hér. 56. Kornbrekkur (Kotbrekkur að réttu nafni). Þær eru byggð- ar úr Gunnarsholti og eru fjórði hluíi þess, eins og íyrr er sagt. En óvíst, hversu langt er síðan, því að ekki er það kunnugt fyrr en 1332. Bærinn var sunnanundir heiðarbrún, sem er neðsta hraunbrún frá Heklu á þeim slóðum. — Nær brún sú líka sa. að Reyðarvatnstúni og n. um Efra-Geldingarlækjartún að Rangá. — Túnið var gott og nokkuð stórt, laust norðaustur frá hólnum, sem Gunnarsholt III stóð á, og var og er vegur þar á milli túna. Að matsverði hefur jörðin

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.