Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 12
16 þar ennþá, og neðan túna, vegurinn til efri bæjar, bílfær allt að Næfurholti eins og þúsundum manna er kunnugt frá ferðalagi til Heklu 1947. Brekknatúnið var stórt og grasgefið á 19. aldar mæli- kvarða, gaf allt að 200 töðuhesta. Girt var það allt umhverfis með torfgarði að mestu, og líklega að mestu eða öllu leyti á 19. öld eins og næstu býli. — Bæjarrústin, með fjósi austan við, og túnið yfir- leitt, er eins útlits og á Kornbrekkum. Og geta bændur, sem engar engjar hafa, notað þar slægjubletti, þótt langt sé að flytja. (Eins og t. d. frá Haukadal 1946). Svona mikið hafa þessi yfirfenntu tún batnað frá því að vera sandeyri ein að kalla mátti. Og gróðurinn orð- inn lítill 1936, nema léleg lauf, maðra og dálítil blaðka. Kálgarður nokkuð stór var neðan við bæinn í skjóli hans eins og algengt var um Rangárvelli og víðar. Neðan við kálgarðinn hafði líka verið hvannagarður með blómum nokkrum. Bændumir síðustu á býli þessu voru feðgar þrír, hver eftir annan, og samtímis að nokkru leyti frá því um 1811—76. Voru þeir allir mætir menn og greindir vel. 1. Arni Gíslason frá Ægissíðu (dáinn 1839). Börn hans voru: Ingiríður (d. 1829), fyrsta kona Guðmund- ar Brynjólfssonar á Árbæ og Keldum; 2. Gísli (d. 1902). Meðal annars gerði hann nýjan brunn neðst í túninu, djúpan og upp hlað- inn með tröppum, svo að ganga mátti niður að vatninu. Þá Finnur (d. 1902). Meðal margra barna hans eru bræðurnir Hákon bóndi á Borgum (d. 1946) og smiðirnir Gísli og Sigurgeir í Reykjavík. Oftast var einbýli á Brekkum. Þó voru þar að síðustu bændur tveir fátækir (Finnur og Guðmundur Þorsteinsson). Þeir flýðu þaðan árið 1876 vegna sandgára, sem þá var kominn heim á tún. Þar með var jörðin mannlaus í fjögur ár, svo var fólk þar í tvö ár.1 — Þó að 1) Árið 1881 eru skrifuð á Brekkum Ingveldur Jónsdóttir frá Korn- brekkum, systir Guðmundar, og hefur hagnýtt þá jörð, en byggt upp í koti því næst nefnda. Hjörtur ,,snikkari“ Oddsson bæjarsmiður, er þar þá líka oft til heimilis, síðar bóndi í Eystri Kirkjubæ. — Dæmi eitt hefur Sigur- geir sagt mér um ógrynni sandfoksins og ofstopa fellisins í sumarmála- sandbyljunum 1882. Þegar ofviðrinu slotaði, svo að fært þótti til húsa, gaf að líta dapurlega sjón í borg einni í Brekknalandi. Á fögrum stað og góðu skjóii, sv. undir hárri brún, milli lækja og litlu vestar en Brekkur II., stóðu fjárborgir nokkrar. (Dyr á borgum þeim, eins og alls staðar, voru svo lágar, að hross kæmust þar ekki inn). Þegar þar var komið að, hafði sandskafl svo mikill borizt að einni borginni, að hann lokaði dyrunum gjörsamlega. Þegar farið var að moka frá þeim, var þar fyrst fyrir þeim, er mokaði (Einar á Bjólu) hrútur mórauður, er verið hafði frískur vel og fallegur, og er inn úr dyrunum kom, var borgin næsta full af fé, köfnuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.