Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 6
10 hurð né lofti). Önd og bæjardyr fylgdu þar með. „Húsagarði er álitið ómögulegt við að halda, sökum sandfoks“. Fljótt minnka enn þessi litlu hús. Eftir 2 ár, 1834, sýnir úttekt: 1. Baðstofa 7X3V2 alin, „með stöfum, bitum, móleðri og höggsperrum og hellu-árefti“. 2. Eldhús 10X2 V2 alin, millum veggja. Kemur þar líka fyrir búr, sem var þar til 1810. 3. Göng, önd og bæjardyr 9X1^2 alin. — Búið er þá að rífa skálann, og hafa sperrurnar úr honum verið not- aðar, að líkindum, í þessa litlu baðstofu. Skálarnir voru jafnan með reisifjöl og höggsperrum. Höggið úr þeim fyrir langböndum, svo að súðin (reisifjölin) lægi líka á sperrum. Arið sem kirkjan stóð á eyðibýlinu, í opnum og sandorpnum kirkjugarði, var þó stöku sinnum messað þar og jarðað og skírt í kirkjunni. 52. Gunnarsholt II. Býli þetta stóð ekki nema 15 ár. Eftir að jörðin hafði verið 3 ár í eyði (1836—39) lét jarðeigandinn byggja lítinn og lélegan bæ til bráðabirgða, 1839.1 Settur var hann neðan við lækinn fyrrnefnda á sléttuna, mikið nær Kornbrekkum en gamla bænum. Sá er bjó þar fyrst hét Andrés Jónsson bóndi írá Kirkjulæk. Hann dó 1843, og bjó ekkjan, Þorbjörg Sigurðardóttir, þar næsta ár (giftist svo að Ægissíðu). En árið 1844 kom þangað ungur og dug- legur bóndi, Einar Guðmundsson, Magnússonar frá Keldnakotstúni (stjúpsonur Guðm. Brynjólfssonar á Keldum). Var þar ræktað tún og girt víst að nokkru, og er þess getið, að eitt árið, eftir að þaðan var flutt, hafi fengizt af því túni 70 heyhestar. En síðar gjöreyði- lagðist slægja sú af sandi, sem dreif þar yfir. Nú er þar þó yfir gróið, og ekkert markvert þar sýnilegt, né annað í frásögur færandi, nema þetta: I sóknarlýsing 1840 er sagt: „Sandur gengur þar mikið á, og enginn veit nær það fer af með öllu. Landkostir eru þar einir beztu, meðan nokkur skiki er eftir“. 53. Gunnarsholt III. Ábúandanum nýnefnda, Einari Guð- mundssyni, hefur sennilega þótt bær sinn lélegur og með of litlu út- sýni. Flutti hann því bæinn árið 1854 á hól einn stóran, sem er lítið suðaustar og við landamerki Brekkna. Gerðist hann þar athafna- maður mikill, græddi tún og girti um holtið, sem þá var hrjóstrugt að ofan. Þaðan var mikið lengra og erfiðara að ná vatni í lækinn. Gerði hann því brunn innan túngarðs, sunnan við holtið. Fyrir utan þetta og bygging bæjarins, eins og þá gerðist á betri bæjum á Rang- 1) 16 árum síðar, 1856, segist Guðmundur Brynjólfsson hafa látið byggja kot þetta af því að sér hafi þótt þá lítt duglegur bóndi á Korn- brekkum. En tíund af því hafi hann ekki tekið „til þessa“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.