Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 6
10 hurð né lofti). Önd og bæjardyr fylgdu þar með. „Húsagarði er álitið ómögulegt við að halda, sökum sandfoks“. Fljótt minnka enn þessi litlu hús. Eftir 2 ár, 1834, sýnir úttekt: 1. Baðstofa 7X3V2 alin, „með stöfum, bitum, móleðri og höggsperrum og hellu-árefti“. 2. Eldhús 10X2 V2 alin, millum veggja. Kemur þar líka fyrir búr, sem var þar til 1810. 3. Göng, önd og bæjardyr 9X1^2 alin. — Búið er þá að rífa skálann, og hafa sperrurnar úr honum verið not- aðar, að líkindum, í þessa litlu baðstofu. Skálarnir voru jafnan með reisifjöl og höggsperrum. Höggið úr þeim fyrir langböndum, svo að súðin (reisifjölin) lægi líka á sperrum. Arið sem kirkjan stóð á eyðibýlinu, í opnum og sandorpnum kirkjugarði, var þó stöku sinnum messað þar og jarðað og skírt í kirkjunni. 52. Gunnarsholt II. Býli þetta stóð ekki nema 15 ár. Eftir að jörðin hafði verið 3 ár í eyði (1836—39) lét jarðeigandinn byggja lítinn og lélegan bæ til bráðabirgða, 1839.1 Settur var hann neðan við lækinn fyrrnefnda á sléttuna, mikið nær Kornbrekkum en gamla bænum. Sá er bjó þar fyrst hét Andrés Jónsson bóndi írá Kirkjulæk. Hann dó 1843, og bjó ekkjan, Þorbjörg Sigurðardóttir, þar næsta ár (giftist svo að Ægissíðu). En árið 1844 kom þangað ungur og dug- legur bóndi, Einar Guðmundsson, Magnússonar frá Keldnakotstúni (stjúpsonur Guðm. Brynjólfssonar á Keldum). Var þar ræktað tún og girt víst að nokkru, og er þess getið, að eitt árið, eftir að þaðan var flutt, hafi fengizt af því túni 70 heyhestar. En síðar gjöreyði- lagðist slægja sú af sandi, sem dreif þar yfir. Nú er þar þó yfir gróið, og ekkert markvert þar sýnilegt, né annað í frásögur færandi, nema þetta: I sóknarlýsing 1840 er sagt: „Sandur gengur þar mikið á, og enginn veit nær það fer af með öllu. Landkostir eru þar einir beztu, meðan nokkur skiki er eftir“. 53. Gunnarsholt III. Ábúandanum nýnefnda, Einari Guð- mundssyni, hefur sennilega þótt bær sinn lélegur og með of litlu út- sýni. Flutti hann því bæinn árið 1854 á hól einn stóran, sem er lítið suðaustar og við landamerki Brekkna. Gerðist hann þar athafna- maður mikill, græddi tún og girti um holtið, sem þá var hrjóstrugt að ofan. Þaðan var mikið lengra og erfiðara að ná vatni í lækinn. Gerði hann því brunn innan túngarðs, sunnan við holtið. Fyrir utan þetta og bygging bæjarins, eins og þá gerðist á betri bæjum á Rang- 1) 16 árum síðar, 1856, segist Guðmundur Brynjólfsson hafa látið byggja kot þetta af því að sér hafi þótt þá lítt duglegur bóndi á Korn- brekkum. En tíund af því hafi hann ekki tekið „til þessa“.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.