Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 7
11 árvöllum, hlóð hann torfgarS mörg hundruð faðma, niður frá túni og vestur reitina alla, með skurði, er hann veitti læknum í, fyrir vesturendann. Girðingin varnaði stórgripum að komast á engjarnar. Hafði hann og þá þegar á fyrsta ári fengið þar 500 heyhesta. Eigi varð þeim atorkubónda aldur að meini. Hann drukknaði við Þykkvabæjarsund 1861, 41 árs að aldri. Kona hans, Vigdís Jóns- dóttir, var líka dugleg búkona. Var hún náskyld Þuríði, konu Jóns Loftssonar og móður Einars alþingismanns á Geldingalæk, og úr Mýrdalnum. Þau hjónin áttu nokkur börn, þ. á. m. Jón, er síðar bjó á sama stað. Vigdís bjó 50 ár í Gunnarsholti (d. 1894). Síðari mað- ur hennar var Halldór Einarsson frá Reyðarvatni, af Hvammsætt (d. 1918). Eftir lát Vigdísar tók Jón sonur hennar við búi í Gunnars- holti og bjó þar í 30 ár, eða til dauðadags 1924. Kona hans (1889) Hólmfríður Erlendsdóttir frá Breiðabólstað á Álftanesi (sonur: Einar bóndi á Eystri Geldingalæk). — Þetta voru síðustu búendur á þessu býli, og var ekki að ástæðulausu flúið þaðan og bærinn myndarlegi (bæjardyr, stofa, baðstofa og eldhús með eldavél, var allt sundur- þiljað innan þriggja veggja) rifinn og seldur 1925. Omurlegt um að litast. Skúli á Keldum lýsir því þannig (Eyðibýli I, bls. 192): ,,Þá og fyrr var þar óverandi og óbyggilegt heima. Sandur skefldi fram af húsum, hálffyllti bæjarrönd, heygarð, hús og jafnvel 120—200 hesta hlöðu, nýbyggða . . . Þá var ömurlega ljótt þar í kring. Túnblettur, sem eftir var í kringum bæinn og átti enn að heita áfastur Veitu, til útsuðurs af bænum, var allur yfirdrifinn af sandi og fönnum framan í brekkunni. Oft hafði þá og fyrr dregið sand yfir allt túnið, en í austanáttar bráðviðri hreinsaðist það oft furðu vel. En vegna gárans fyrir austan, sem kominn var fram í Klofalæk, hætti áfokinu að létta af nema í haflægri átt, sem sjaldan kom. Að síðustu var á hólnum, sv. við bæjarhornið, blásið skarð niður í möl og niður í brekkuna vestan við kálgarðinn. Þar hafði legið sandfönn allmörg ár. I kálgarðinum þreifst ekkert líf síðustu árin“. — Enn þá (1936) sést vel fyrir þessum stóra kálgarði að neðan- verðu, og halda heimilisnjólarnir tryggð við hann. Líka mótar fyrir tröðum vestur frá bænum, niður eftir hólnum. En yfir bæjarrústirnar er svo gróið, að litlu er hægt að lýsa. — Og nú, enn síðar (1949), er þarna orðin slægja aftur. Atlis. Orð var á því gert, á síðari hluta síðastliðinnar aldar, að á bæ þessum hefði verið ógætilega farið með legsteina úr gamla kirkjugarð-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.