Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 10
14 lítill nýtilegur gróður fyrir og eftir síðastliðin aldamót. Nú er þó farið að slá þar töðugresi, og slegið var á sjálfum bæjarrústunum árið 1946. En þær eru þó næsta ósléttar, bæði holóttar og hólóttar, og ekki mælanlegar. — Austan við bæinn var fjósið og hlaða stór, sem Guðmundur byggði. Lambhús voru uppi á heiðarbrúnarnefinu fyrir norðan bæinn. Þar, um brúnina, var líka túngarður og allt í kring. Uppi á brúninni, óraleið í austurátt og brúnin sjálf langa leið til norðuráttar, nærri að Eystra Geldingalæk, er gjörblásið hraun. Gunnarsholt á land með þeirri hraunbrún meira en miðja leið að Geldingalæk. Lægð er þarna að endilöngu milli hrauns og holts, en flatlendi lítið. Þar norðantil eru upptök Geldingalækjar. Torta. Sumir hafa viljað telja þetta nafn eyðibýlis þarna um slóðir í landi Gunnarsholts. Engin forn heimild finnst fyrir því, og Jarðabókin, 1711, nefnir hana ekki. Þrátt fyrir leit, hefi ég alls engin merki fundið til rústa þar. En grjótbarð nokkurt liggur að na. verðu, líkt og drundur eða torta út úr bakhluta holtsins, og trúi ég því helzt, að þar eigi örnefnið heima. Húsadalur hefur verið kölluð lægðin nýnefnda milli hrauns og holts, og gera sumir það líka að bæjarnafni. En sama er að segja um það og Tortu, nema að leitinni þar er ef til vill fremur ábótavant, og heldur líkur til að hulið væri sandi en á beru holti. — Hús gátu hafa verið þar til nafngjafar, t. d. beitarhús fyrir naut frá Gunnarsholti á fyrri öldum. Nafn þetta gef eg næstu rúst, þótt mikið sé fjær Gunnarsholti en ávísað Húsadalsnafn. 57. Húsadalur. Þar er eg í engum vafa að telja enn eitt afbýli Gunnarsholts, með því að ,,sjón er sögu ríkari“. Hvammurinn mjór og lítill liggur upp í hraunbrúnina, nýlega nefndu. Upp með norður- jaðri hrauns þessa liggur nú sandgræðslugirðingin um Gunnarsholt, við land Geldingalækjar. Á barði nokkru, rétt efst í dalverpi þessu og laust innan við girðinguna, fann eg eftir eigin leit og án tilvísunar, rúst svo vel sýnilega, að ekki er vafi um bæjarstæði. Að vísu er þar gróður vaxinn yfir til baga, þó sést fyrir grjóthleðslu og virðist mér marka vel fyrir skálatótt, um 40 fet á lengd og 8 fet á vídd innan veggja. Dyr hafa líklega verið á suðurhlið, en þar er mest hulið jarð- vegi, og liílu neðar sést laust grjót undir rofbakka. Norðan við rúst þessa að austanverðu sést vel fyrir húsagarði. Og svolítið lægra fyrir norðan vesturenda skálans mótar fyrir öðrum húsrústum, fjósi og heystæði sennilega. En þar er svo mikill gróður yfir, að mæling er úti- lokuð án uppgraftar. Ekki fann eg þar merki til fleiri húsi né heldur túngarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.