Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 66
70 af betri býlunum, og var þar oft gott bú, t. d. 1711: 7 kýr, 2 kvígur, 3 naut ung og 116 kindur, enda voru þar 4 kvígildi og hundraðs landsskuld (6 lambær). — Án þess að býli þetta hefði spillzt á nokkurn hátt sérstaklega, lagði séra Erlendur Þórðarson það undir staðinn 1928, helzt til þess að fá þar gott tún í viðbót. En þess í stað lét hann, 1930, byggja nýja hjáleigu, Sólvelli, í haglendinu, laust íyrir vestan túnið. BAKKABÆIR Nú víkur þessari frásögn um eyðibýlin suður á Bakkabœi, en þeir heita svo af því, að þeir eru á suðurbakka Þverár og Eystri Rangár, áður og eftir að þær renna saman, neðan við Oddhól og Móeiðarhvol í Hvolhreppi. Flatlent er þar og láglent. Foksandi ofan af Rangárvöllum og moldarróti úr Hlíðinni hafa vötn þessi velt fram og hlaðið nokkru í farvegina, sem þar eru orðnir svo að segja hallalausir. Þar með rifið sér rúm á báðar hliðar og gert Oddaeyrar, slægjur mjög miklar, að miklu minni eyjum. Sjórinn hjálpaði til að hlaða í útfall Hólsár. I vatnavöxtum flæddu svo ár þessar, með viðbót Ytri Rangár, yfir bakka sína og gerðu mikinn usla á báðar hliðar. Mestu útbrota- ósar voru Valalcekur að austanverðu. Frá honum flæddi vatnið langt austur á Landeyjar (í Skúmsstaðavatn), en að vestanverðu um Djúpós, fyrir norðan Þykkvabæinn, út í Þjórsá. Síðan þessir stóru álar voru stíflaðir á báðar hliðar, hefir Hólsá rutt sig betur fram og lækkað dálítið vatnshæðina. Árbakkarnir að norðanverðu við Bakka- bæina voru grónir niður að mestu (1936) og um 1 m að hæð frá vatnsborði. Frá ómunatímum voru Bakkabæir allir eign Oddakirkju, að lík- indum frá 11. öld og dögum Sæmundar fróða, þar til nú á síðustu áratugum, að ríkið fór að selja kirkjujarðir. Á Bakkabæjum hafa á síðari öldum orðið til býli svo mörg og með breytilegum nöfnum, bæjarflutningi og hlutum úr jörðum, að ekki er unnt fyrir ókunnuga að botna í því til hlítar. Býlin sum hafa líka byggzt og lagzt í eyði á víxl, og kann svo líka að verða hér eftir.1 Hér mun eg því telja aðeins lauslega nokkur býli þar, án fullrar vissu og ábyrgðar um það, að eyðibýlin verði hvorki oftalin né van- 1) Nöfn bæjanna hafa þarna orðið allt að 12 í einu og býlin allt að 16, nú (1949) 7—8 eftir. — Árið 1703 voru býlin 10 og heimilismenn 51. Líkar tölur 1801, en 1836 eru býlin orðin 16 og 134 menn. Eins 1880 (136 menn). 1928 ekki nema 8 býli og 59 menn. — Nafn bæjarins Ártúns, sést

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.