Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 69
73 mati miðar jarðabók Árna Magnússonar að því er virðist oft við fyrri ártölin hér tilfærðu. Þar mun því getgáta en engin vissa, að Ketla hafi þar áður verið 20 hundruð.1 Þó ber ekki fyrir að synja, meðan jörðin var látin bera 6 kvígildi. Afgjaldið var oft afskaplega mikið, og,jarðamatið því líka óeðlilega hátt, fyrir og um siðaskipti. Ekki eru kvígildin orðin nema þrjú 1711, og hefir lítið eða ekkert verið farið að ganga á hagana þá, því ekki eru nefnd önnur spjöll en þessi: „Engjaslægjum litlum, sem voru, hefir Hróarslækur spillt og borið upp á grjót, eru nú að svo litlu sem engu gagni“. — Ef þessi lýsing er ekki nokkuð lituð fjasi (og barlómi bænda eins og oft virðist koma fyrir, í bókinni, til að draga niður væntanlegt matsverð, einkum að því er snertir heyafla og framfleyting jarðanna, sem víða nægir ekki hálfri áhöfninni), þá hefir slægjan batnað síðar. Og aldrei hefir jörð þessi farið í eyði, svo að vitað sé af ágangi einum saman, eða af þ ví að þar væri ólifandi. Þótt stór blettur hafi evðzt af högum, hefir túnið haldið sér, án þess að blása upp. En fokið hefir þó mikið á það að vestanverðu, fyrst 1850, svo árið 1882 og næstu árin þ?v á eftir. Þegar Ketlan losnaði úr ábúð Stefáns Brynjólfssonar (eldra, frá Selalæk) 1888, þá tóku eigendur hana til slægna, sem útengjar íyrir sig: Ólafur í Selsundi og Ófeigur í Næfurholti. Var þó langur engja- vegurinn, um 20—24 km. — Urðu þá margir bændur á Rangár- völlum að sækja heyskap aðra eins leið og sumir lengri, í Oddaflóð eða Safamýri í sneggjuárum. Nú nýlega, 1935, var byggður steinbær að nýju, lítið austar en áður. Stendur hann mikið lægra, meðfram vegna langrar leiðslu r.eyzluvatns frá dælu (,,hrút“). Er þar láglendi undir brún og engjablettur út frá túni við krók Hróarslækjar, þar sem hann er til varnar að austan og sunnan, og um 1850 var búið að afgirða túnið og nesið með torfgarði, 4V2 km suðvestur frá nýja Gunnarsholti og 2 km nnv. frá Vestri-Kirkjubæ. Gamli bærinn stóð vestar og hærra. Þar var fagurt útsýni, en erfitt til vatns og langt niður að læk. Bæjar- rústir miklar sáust þar, en uppfylltar og yfirgrónar. 21. Hraunteigur. Nýbýli. Um miðja 19. öldina er vaknaður búskaparhugur bóndasonarins í Næfurholti, Halldórs Jónssonar, upp úr tvítugsaldri. Vill hann þá byggja sér nýbýli í Næfurholtslandi, og fær leyfi föður síns til byggingar nýbýlis í Hraunteig. Sækir Halldór 1) Orðalagið „meina menn“ og „halda menn“ sýnir, að vantað hefir jarðabækur og fleiri gögn við lýsing jarðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.