Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 27
31 Bœrinn og breytingin. Þar á móti er til (í kirknaskjölum Keldna- kirkju og Rangárvallasýslu, í Þskjs.) álit húsa og garða í Bolholti litlu fyrri. Er það gert að ósk séra Gottskálks Þórðarsonar, sem var prestur að Keldum í 46 ár. Hann bjó þá á Heiði, en síðar á Keld- um. Uttektin er mjög ófullkomin, því að enginn ábúandi er nefndur eða hver sé skyldugur að greiða ofanálagið mikla, sem skoðunar- menn ákveða. Hefir þar verið þá, eða líklega farinn, hirðulítill búandi, enda mun fátækt og sandfok hafa gert viðhaldið erfitt og óálitlegt til frambúðar. Skoðunin var framkvæmd í maí 1691, þannig í aðalatriðum: Skoð- uðum vér ,,hið grandkjænlegasta garða, um hús og hey . . . og er mest allur partur af húsagarðinum óstæðilegur og ónýtur, einnig heygarðurinn víða Iasinn“. Álag ekki minna en hálft annað hundrað á báða garðana. ,,En bæjarhúsin sýnast oss einnig . . . úrtöku hrör- leg og ekki óhætt í að vera eður inn að ganga“. Álag, með vestasta (?) fjósinu, hundrað og tuttugu álnir. Alls 2 hundruð og 4 ærgildi ( = 16 ærgildi). — Ekkja (Katrín Þorsteinsdóttir) býr í Bolholti 1684. En um ábúendur þar á milli, einn tug ára, er nú ekki kunnugt. Presturinn (Jón Diðriksson) vildi á nefndu ári reka ekkjuna frá Bol- holti, þó að hann væri mágur hennar, en Þórður biskup mótmælir því. Er því líklegt, að hún hafi búið þar eitthvað lengur með börnin sín ungu, og ef til vill átt að svara álaginu. Með hliðsjón af lýsingu húsa og garða í Bolholti 1691 mætti sýn- ast óálitlegt að byggja þar upp aftur, en ástæða því meiri til að flytja hæinn þaðan á næstu árum. Og til þess tel ég ekki annan líklegri en Gunnar Filippusson, því að hann er nokkru síðar, 1711, orðinn þar í Bolholti II einn mesti bóndinn á Rangárvöllum, með 8 kýr, 4 naut, 357 sauðfjár og 19 hross, og er þá í bæ þeim, sem næst verður nefndur á eftir þessum. BœjarstœðiS. Fyrsti bærinn stóð á flötum bala, er nú gæti ekki kallazt holt. Það er á lágu flatlendi, sandi, nærri Ytri Rangá, suð- Vestan við suðurbug árinnar, nálægt 4V2 km fyrir neðan Svínhaga og tæplega 2 km fyrir ofan núverandi bæ í Bolholti. Þar á milli verð- ur norðurbugur stór á ánni, Bolholtsnes, og er þar slægjublettur mikill, sem árbugurinn hefir varið fyrir uppblæstri. Á sama hátt er Bœjarnesið, næsta að vestan, verndað af ánni. Frá rústunum að grasjaðri voru um 40 faðmar 1936. Milli Bolholts elzta og Víkingslækjar munu hafa verið rúmir 3 km. Á balanum nýnefnda sjást nú aðeins grjótdreifar af mikilli bæjar- byggingu, en engin húsaskil. Má og gera ráð fyrir því, að mest allt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.