Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 25
29 staðið dálítið hærra, ofarlega og rétt vestast á nefi hraunsins. Hefur t>ar verið blómlegt umhverfis og fagurt útsýni. Mun það og jafnan hafa verið höfuðbýlið. Eru þar nú grjótdreifar miklar á gróðurlaus- um sandinum, bæði frá bænum og útihúsum, fjósi, heygarði o. s. frv. Eins er umhorfs á eystri bústaðnum. Og geri ég ráð fyrir, þótt óvíst sé, að þar hafi verið tvíbýli þau fáu árin, sem þrír bændur voru á Víkingslæk. Sandgárinn austan úr hrauninu hefir gengið fyrr yfir túnið þarna og þennan bæ en vesturbýlið, sem vegna þess hefir síðar verið yfirgefið. Óvíst er, hversu langur tími leið milli þess, að býlin voru yfirgefin. A þeim árum hefir tunga mikil og beitarblettur ágæt- ur staðið eftir óblásinn uppi í hrauninu og náð vestur á nefið. Til þess að hagnýta beit þá meðan kleift var, hefir annar hvor bærinn — líklega austurbærinn — verið fluttur þaðan drjúgan kipp norður í háhraunið og settur þar á auðsæjan hól. Sjást þar nú grjótdreifar á sama hátt og á hinum stöðunum, en að vísu minni. Og meðal annars til sanninda um mannabústað, fann ég þar (1936) lýsislampa úr járni, tvöfaldan og mjög ryðgaðan.1) Milli síðastnefndu bæjarrústa, uppi á hraunbrúninni, sést vel fyrir (lamba?)borgum þremur, sem allar hafa staðið á sama hól. Stærð þeirra verður ekki mæld, en sennilega hafa þær verið síðustu alda lambhúsin frá austurbýlinu. — Grastungan í hrauninu fór auðvitað síminnkandi, en þó hélzt þar fjárbeit frá nýbýlunum fram á vorið 1882, en þá og úr því fór hún algjörlega í sand og hraun eins og svo margir aðrir fagrir og frjósamir blettir á Rangárvöllum. — Á því vori flýði bóndinn, Brynjólfur Brynjólfsson, frá Þingskálum, og lá jörð sú eftir það í eyði um tvö ár. — Fleiri bændur og annað fólk flýði þá af Rangárvöllum; svo margt, að fólki í Keldnasókn fækkaði á einu ári um 66 manns eða úr 230 í 164. Víst hefir verið lengi tvíbýli á Víkingslæk, svo er það 1703, 1711, 1733 og því líklega 18. öldina alla og ennþá fyrr. 67. Borgartún. Svo nefnist hjáleiga eða afbýli frá Víkingslæk. Nafnið bendir helzt til þess, að þar hafi áður verið fjárborg og tún- blettur, því að ekki er þar nein sérstök klettaborg. Bæjarstæðið hefir verið drjúgan spöl sa. frá heimabýlinu, og hefir þá sennilega verið uppsprettulind að Víkingslæk þar í nánd. Og þar hjá túninu mættist fólkið (og skildi) frá Bolholti annars vegar og Kaldbak og Þingskál- 1) Fylgdarmaður okkar Skúla á Keldum, Oddur Oddsson bóndi á Heiði, tók lampann til varðveizlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.