Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 47
51 75. Háls er hér áður nefndur og afstaða hans (bls. 46). Hann var síðari alda býli, hjáleiga frá Næfurholti, og stóð á fjallsrótum Bjólfells, austarlega að norðanverðu. Hjáleiga þessi er byggð í íyrstu um 1683 og varaði byggðin þá aðeins í 13 eða 14 ár, eftir því sem sagt er 1711. Eftir það var býli þetta rúm 80 ár í eyði. Og er nú dá- lítil saga að segja frá þeirri endurbyggingu — eftir nokkrum bréfum í Þjóðskjs. (A, 52). Ógift kona var það og barnlaus, Þórdís Hall- dórsdóttir (þá um 44 ára), söm byggði upp eyðibýlið 1779, með leyfi og aðstoð eiganda jarðarinnar Næfurholts, er þá var Sigurður landsþingskrifari Sigurðsson á Hlíðarenda (d. 1780). Þetta sést af bréfi, sem húsfreyjan skrifaði að Hálsi 20. febrúar 1783, til L. A. Thodals stiftamtmanns, og hann sendir aftur sýslumanni til um- sagnar. I bréfinu segir Þórdís, að jörðin hafi verið í eyði 90 ár, en hún hafi byggt þar upp fyrir 4 árum, að öllu leyti á sinn kostnað. Jarðeigandinn hafi lagt sér 1 kvígildi og tekið 20 álnir (1 lambá) í landskuld. Síðan hafi sonur hans, Þorleifur, erft jörðina. Nú sé hann utanlands, en umboðsmaður hans er Þorsteinn Magnússon sýslu- maður á Móeiðarhvoli, og heimtaði hann nú af sér 40 álna land- skuld, en tók þó við 20 álnum í fyrra. Telur hún lítið hægt að ,,for- sorga“ meira en 1 kvígildi (ær að sjálfsögðu), þar sem hún hafi ekki fengið nema 5 hesta af töðu fyrsta árið, 15 hesta annað árið, en s. 1. sumar ekki nema 5 hesta. Engar aðrar slægjur og aðrar nytjar litlar, nema lítilfjörlegur skógur. Líka hafi verið heimtað af sér biskups-, prests-, kirkju- og fátækratíund, 3 fiskar á hverja, lögmannstollur, heytollur og dagsverk. Allt þetta segist hún hafa borgað af litlum efnum í 4 ár. Auk þess voru í haust „heimtaðir af mér 30 fiskar í tíund og manneldi (útsvar). „Treysti ég mér nú ekki til að rísa undir þessum þunga, því innflý eg til yðar náðar o. s. frv. Hún sendi líka ,,skilmála“ (byggingarbréf?) Sigurðar jarðeiganda. Ut af þessu endursenda bréfi til Þorsteins sýslumanns, bað hann (9. 6. 1783) 5 hreppstjóra í Oddasókn og Jón Filippusson á Hofi að svara þrem spumingum: 1. Hvort nauðsynlegur eða nytsamur sé hennar (Þórdísar) bú- skapur. 2. Hvað há landskuld kunni upp á hana að setjast, fyrir land og lóð, skóg, almenning og öll gæði af hjáleigunni Hálsi, sem er fjórði partur af allri jörðinni Næfurholt. 3. Hvort þeir hafi ekki ofþyngt henni með óbillegri tíund, hús- nótt, manneldi og matgjöfum“. (Húsnótt = skylduhýsing umferðar- ómaga).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.