Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 73
77 ærum, er nú í óvissu, en þó ekki svo, að öldum skipti eftir þetta. — Talið er, að um eitt skeið hafi bænahús verið á Þorleifsstöðum. Jörðin. Landslag og jarðargæði er að flestu leyti líkt á báðum þessum jörðum. En matið er alltaf eins á Þorleifsstöðum, 1681, 1861, 20 hundruð, en þá 23,2 hundruð 1932 3500 kr. og 1942 4000 kr. Tvíbýli hefur verið á Þorleifsstöðum öðru hvoru, svo er það 1711 og aftur á 11. öld (1833—46), en varla úr því, og þrír húsbændur voru þar 1733. En þrátt fyrir tvíbýlið mun þar oftar hafa verið heldur minna bú en á Rauðnefsstöðum. T. d. eru þar hjá báðum 1711: 9 nautgripir, 147 kindur, en 14 hross. Jarðarafgjald hafa þeir hærra, 138 álna landskuld, móti 100 á Rauðnefsstöðum og 5 kvígildi móti 4. Getið er sama árennslis á engjar og að auki: „Högum grand- ar blástur. Líka er peningi hætt fyrir giljum“. — Jarðarspjöll af fok- sandi munu aldrei hafa orðið mikil á Þorleifsstöðum eða langvinn. (Þeirra hefir gætt meira á landi Reynifells, og gætir þar enn, þótt nú fari væntanlega að lagast, vegna girðingar um gárann). YFIRLIT OG VIÐAUKI Hér að framan hefir nú verið getið að nokkru 79 eyddra býla eða bæjarstæða og 23 aflagðra bæja til ábúðarafnota. Samtals 102. — Þar eru talin aðeins tvö tvíbýli, á Helluvaði og Víkingslæk. En tví- býlin eyddu og aflögðu eru svo mörg og óviss um tímatal, að þeirra verður hér að litlu getið. En þó vil ég nefna aðeins hin helztu þeirra, og á þeim jörðum eingöngu, sem hér eru áður nefndar, eftir sömu hringferð: 1. Þorleifsstaðir. Tvíbýli var þar 1738 og 1833—46. (Árfærð hér og á fleiri stöðum aðeins eftir því, sem víst er). 2. Stóra-Hof. Tvíbýli 1703, 1711, 1827 og 1860—1886 síðast. 3. Gröf. Árið 1711 og lengi síðar tvíbýli. — Lítið rannsakað eins og víðar. 4. Grafarbakki. Tvíbýli þar 1733, en óvíst að öðru leyti. 5. Gaddstaðir, sömuleiðis 1733, 1788, 1791-1800 og 1830-35. 6. Brekkur. Tvíbýli var þar, 1752, 1788, 1801, 1833 og 1870— 76 síðast. 7. Bolholt. Tvíbýli þar 1848—62. 8. Steinkross. Árið 1711 var þar tvíbýli, en hversu lengi er óvíst, eins og alls staðar á þessum nefndu stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.