Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 17
21 fyrsta sinni. En að bærinn hafi verið fluttur fjórum sinnum sannar (auk rústanna) merkur rithöfundur, Þorsteinn Halldórsson, bóndi í Skarfanesi, Bjarnasonar á Víkingslæk. Árið 1803 ritaði hann ,,Ætt- artölu og æfisögu“ föðurbróður síns, Stefáns bónda á Árbæ (d. 1801). Segir þar, að Stefán hafi byrjað búskap 1756 á þeirri HeiSi, ;,sem þá stóS á þriðja staS, því að sd bœr hefir fjórum sinnum flutt- ur veriS og stendur nú á þeim fimmta“. Af þessu sést það, að búið er að flytja bæinn á Heiði tvisvar upp úr miðri 18. öld og aftur tvisvar um lok þeirrar aldar. Af því að Jarðabókin 1711 segir ekkert orð um flutning bæjarins, en þó að sandur og vikur fjúki á túnið og spilli því mikið, þá held ég að skömmu síðar hafi bærinn verið fluttur í fyrsta sinni, og allir flutningarnir á 80—90 árum á 18. öld. Eftir mjög hart vor og næðingasamt 1715, má vel ímynda sér, að túnið á Heiði hafi farið alveg í eyði, en fulla vissu vantar. Sama óvissan er um 2. og 3. flutninginn, hvað árfærslur snertir. En nærri má fara um flutning á fimmta staðinn. 1 Árbók fornleifafélagsins 1898 (bls. 15) segir Brynjúlfur Jónsson eftir Jóni Loptssyni sýslu- nefndarm. á Geldingalæk (d. 1925), að Jón nokkur Ögmundsson hafi búið á Heiði og flutt bæinn suður fyrir lækinn á land Geldingalækjar, án leyfis. Vildi þá bóndinn annar á Geldingalæk reka Jón burtu, en hinum þótti það ekki gustuk. Síðar hefur orðið sætt í því máli og Heiði eignazt með einhverjum hætti spildu fyrir framan lækinn, því að ennþá stendur bærinn á þessum stað, átölulaust, með allmiklu túni. En Jón þessi Ögmundsson varð þó að víkja þaðan af ófróm- leika orði, er á hann lagðist. Var hann í fyrstu fyrirvinna hjá Þóru Jónsdóttur, ekkju Jóns Vigfússonar, er dó 1789. En árið 1793 tekur Jón Ögmundsson við búi á Heiði og kvænist Þuríði Jónsdóttur og ekkjunnar. (Hún 16 ára, en hann 29). Árið 1799 flytja þau með fjögur börn á húsalaust eyðibýli, Hildarsel í Hrunasókn, en urðu að flýja þaðan eftir þrjú ár fyrir sömu sök, og eru komin að Hellu á Landi 1804. Þar áttu þau enn að byggja að nýju og flytja bæinn. (Kirkjubækur og fleiri heimildir). Eftir þessu er líklegast að telja flutningsár bæjarins í síðasta sinn, milli 1793 og 98.1 Rústir bœjarins á HeiSi. Fyrsti bærinn á Heiði hefir staðið á lág- 1) Einhvern vægan dóm hlaut Jón Ögmundsson. Eftir hann kom að Heiði Bárður Sigvaldason frá Króktúni, sá er flúði frá Skaftáreldum. Lítið var búið hjá Bárði á Heiði. Árið 1803 hafði hann 1 kú að hálfu og 9 kindur. Landskuldin var þá ekki nema 14 álnir. En einni öld áður 120 álnir og 6 kvígildi. Laglegt bú jafnan á 20. öldinni. — Gottskálk Þórðar- son prestur bjó á Heiði, áður en hann flutti að Keldum 1790.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.