Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 19
23 og 2V2—4 fm. á breidd. Lægri hóll er £>arna 8 fm. sunnar, með leif- um af tveimur litlum húsum og heygarði(?) 4X5 fm. Víðsýnt hefir verið þarna, eins og á fyrri staðnum og heiðin lífleg, meðan hún var þakin góðgresi og víðirunnum. En ekki skýlt, fremur en áður. Ekki sést votta fyrir vatnsbóli þarna í nánd. Enn hafa veðrin og sandurinn haldið áfram að sverfa heiðarjaðarinn, svo aftur varð að yfirgefa þennan stað, en hvaða ár, fyrir miðja 18. öld, er óvíst. 63. Heiði ///. Flúið var nú langt til vesturáttar og norður fyrir Heiðarlæk. sem er fyrir norðan hraunið og rennur þar til vesturs, en svo norður í Rangá, austan við Heiðartúnið núverandi. Fit liggur þar austur með læknum að norðanverðu og láglendi talsvert, sem Laki heitir. Er þar gróðurlendi nú og nokkur gróður upp í mel stóran, sem er með löngum og mjóum blágrýtishrygg. Suðaustast á þeim hrygg hefir bærinn staðið, nálægt miðsvæðis milli yngstu og elztu Heiðarbæja. Þar bjó Stefán Bjarnason, sem fyrr er getið. Bæjarrústin þarna er svo hulin sandi og gróðri, að mæling er úti- lokuð. Lítið austar en aðeins lægra eru aðrar rústir á sama hátt, sennilega af fjósi og heystæðum. — Gróðurinn er nú að teygja sig frá læknum upp í þetta Ianga holt, líka frá mýrlendi að norðanverðu. Ekki hefir bænum orðið vært á þessum stað nema nokkra tugi ára, líklega þó eitthvað meira en hálfa öld, og ef til vill lengur en á næst fyrsta staðnum. 64. Heiði IV. Hún er nú að öllu leyti ómerkust. Sett til bráða- birgða á bala út við lækinn, norðurhallt austur frá Heiðinni. Er þar alveg gróið yfir rústirnar, svo að engin greining sést. Talið er, að bærinn hafi staðið þar aðeins í tvö ár rétt fyrir aldamótin 1800. Og hefir þá sennilega Jón Ögmundsson, fyrrnefndur ráðsmaður ekkj- unnar Þóru Jónsdóttur, unnið að þessum bæjarflutningi líka. (Sbr. hér, bls. 21). Og þá byggt að stofni bæi á þremur stöðum. Sýnir það bæði talsverðan kjark og þrekvirki. En þar með hefir líka fylgt mikil þörf og rík freisting til gripdeilda. 65. og 66. Víkingslœkur, tvíbýli. Bær sá var ofarlega á Rang- árvöllum, nálægt 13 km vestur frá Selsundsfjalli, 3 km sa. frá Þing- skálum og 12 km norður frá Keldum, og þangað átti fólkið kirkju- sókn. Jafnókunnugt er um nafn býlisins og um fyrstu byggð þess. En lækurinn þar fær þó nafn á undan bænum, eins og sést í Land- námu, þar sem hann er talinn vera landamerki milli Eilífs í Oddan- um litla og Björns í Svínhaga. í landi Björns hefir bærinn verið byggður, og er álitamál, hvort ekki er búið að byggja hann, þá er Þorsteinn tjaldstæðingur kom út miklu síðar og nam land fyrir ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.