Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 19
23 og 2V2—4 fm. á breidd. Lægri hóll er £>arna 8 fm. sunnar, með leif- um af tveimur litlum húsum og heygarði(?) 4X5 fm. Víðsýnt hefir verið þarna, eins og á fyrri staðnum og heiðin lífleg, meðan hún var þakin góðgresi og víðirunnum. En ekki skýlt, fremur en áður. Ekki sést votta fyrir vatnsbóli þarna í nánd. Enn hafa veðrin og sandurinn haldið áfram að sverfa heiðarjaðarinn, svo aftur varð að yfirgefa þennan stað, en hvaða ár, fyrir miðja 18. öld, er óvíst. 63. Heiði ///. Flúið var nú langt til vesturáttar og norður fyrir Heiðarlæk. sem er fyrir norðan hraunið og rennur þar til vesturs, en svo norður í Rangá, austan við Heiðartúnið núverandi. Fit liggur þar austur með læknum að norðanverðu og láglendi talsvert, sem Laki heitir. Er þar gróðurlendi nú og nokkur gróður upp í mel stóran, sem er með löngum og mjóum blágrýtishrygg. Suðaustast á þeim hrygg hefir bærinn staðið, nálægt miðsvæðis milli yngstu og elztu Heiðarbæja. Þar bjó Stefán Bjarnason, sem fyrr er getið. Bæjarrústin þarna er svo hulin sandi og gróðri, að mæling er úti- lokuð. Lítið austar en aðeins lægra eru aðrar rústir á sama hátt, sennilega af fjósi og heystæðum. — Gróðurinn er nú að teygja sig frá læknum upp í þetta Ianga holt, líka frá mýrlendi að norðanverðu. Ekki hefir bænum orðið vært á þessum stað nema nokkra tugi ára, líklega þó eitthvað meira en hálfa öld, og ef til vill lengur en á næst fyrsta staðnum. 64. Heiði IV. Hún er nú að öllu leyti ómerkust. Sett til bráða- birgða á bala út við lækinn, norðurhallt austur frá Heiðinni. Er þar alveg gróið yfir rústirnar, svo að engin greining sést. Talið er, að bærinn hafi staðið þar aðeins í tvö ár rétt fyrir aldamótin 1800. Og hefir þá sennilega Jón Ögmundsson, fyrrnefndur ráðsmaður ekkj- unnar Þóru Jónsdóttur, unnið að þessum bæjarflutningi líka. (Sbr. hér, bls. 21). Og þá byggt að stofni bæi á þremur stöðum. Sýnir það bæði talsverðan kjark og þrekvirki. En þar með hefir líka fylgt mikil þörf og rík freisting til gripdeilda. 65. og 66. Víkingslœkur, tvíbýli. Bær sá var ofarlega á Rang- árvöllum, nálægt 13 km vestur frá Selsundsfjalli, 3 km sa. frá Þing- skálum og 12 km norður frá Keldum, og þangað átti fólkið kirkju- sókn. Jafnókunnugt er um nafn býlisins og um fyrstu byggð þess. En lækurinn þar fær þó nafn á undan bænum, eins og sést í Land- námu, þar sem hann er talinn vera landamerki milli Eilífs í Oddan- um litla og Björns í Svínhaga. í landi Björns hefir bærinn verið byggður, og er álitamál, hvort ekki er búið að byggja hann, þá er Þorsteinn tjaldstæðingur kom út miklu síðar og nam land fyrir ofan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.